Nýju mennirnir lofa góðu

Mikið er ég ánægður með það sem nýju mennirnir okkar sýndu í þessum leik. Benítez hefur alveg verið á réttri hillu í þessum kaupum í sumar. Voronin er að koma skemmtilega á óvart og það verður erfitt að horfa framhjá honum ef hann heldur svona áfram.

Ég var líka sérstaklega ánægður með Jermaine Pennant í þessum leik. Hann lék aðeins fyrri hálfleikinn en átti algjöran stjörnuleik. Það verður alvöru samkeppni á hægri kantinum - nokkuð sem við höfum ekki átt að venjast síðustu árin.

Þeir sem fyrir eru þurfa hins vegar að herða sig og ég hef trú á því að þeir geri það áður en mótið hefst. Nú þurfum við að gera alvarlega atlögu að titlinum.


mbl.is Voronin með tvö mörk í sigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Geir Þorsteinsson

Já hann er seigur úkraínumaðurinn. Snöggur, góðar staðsetningar og duglegur. Sé Kuyt fyrir aftan hann í röðinni ef fer fram sem horfir. Verður reyndar fróðlegt að sjá hann gegn ensku liði sem pakkar í vörn 80-90% af leiknum.

Tek svo undir með Pennant, heldur áfram þar sem hann hætti í úrslitaleiknum. Hann fær því miður aldrei það hrós sem hann á skilið.

Manu- og chelski menn, njótið sumarsins. Því sól stórveldisins mun rísa á ný í vetur.

Áfram Liverpool. 

Rúnar Geir Þorsteinsson, 17.7.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður og sæll Hallgrímur!

ER líkt og þú töluvert bjartsýnn núna. Eins og ég var sjálfur að blaðra um ´eigin bloggi, finnst mér það vera ákveðin vísbending að vinna þessa tvo fyrstu æfingaleiki, sérstaklega Bremen auðvitað, að mótið muni fara vel í gang, alveg öfugt við í fyrra, sem að líkum kostaði að við vorum aldrei í alvöru baráttu um titilinn.Ég er svo líka að vona, að samkeppnin verði bara almenn og heilbrigð um flestar stöður, sýnist til dæmis að vinstri kanturinn geti líka orðið spennandi ef Kewell nær sér á alvöru skrið!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband