Heimilisverkefni

Þegar ég er á kvöldvakt er gott að nýta morgnana í ýmis þarfaþing fyrir heimilið. Í dag var mér falið (mér hefði aldrei dottið það í hug sjálfum) að þrífa rimlagardínurnar. Þetta er afar seinlegt og leiðinlegt starf, en miðað við rykið sem hafði safnast á þessum rimlum svo lítið bar á var það greinilega nauðsynlegt. Þá var líka þveginn þvottur (tvær vélar nánar tiltekið).

Á morgun er svo stefnt að því að þrífa grillið, sem löngu er kominn tími til. Það fer þó eftir veðri, þar sem nauðsynlegt er að gera það úti á svölum. Ég leit aðeins ofan í það í dag og miðað við þar er ærið verk fyrir höndum. Veit samt ekki enn hvort að það sé jafn seinlegt og rimlagardínurnar - en það verður í það minnsta ekki þrifalegra.

***

Líf tók upp á því að fá hita á sunnudaginn. Hún lá heima á mánudag en dreif sig svo í skólann í dag. Þetta var nokkuð sjokk því Líf verður aldrei veik og hefur yfirleitt látið yngri systur sína um að ná í allar pestir sem hægt er að ná í. Fyrst þetta gerðist, ætli ég sé þá næstur?

Best að fá sér eitt viskístaup til að koma í veg fyrir að það gerist. Verst að maður getur ekki notað það meðal á yngri fjölskyldumeðlimi!

***

Að allt öðru: Ég er búinn að skella eintaki af plötunni Hvers vegna varst'ekki kyrr? með Pálma Gunnarssyni inn í Ipodinn minn. Þessi plata kom út 1980 en hefur fyllilega staðist tímans tönn. Algjör snilldarplata. Lagið Andartak finnst mér sérstaklega flott.

***

Að þessu sögðu hef ég ákveðið að gera ótímabundið hlé á bloggskrifum. Hef bloggað frekar af hálfgerðri skyldurækni upp á síðkastið og færslurnar verið stopular, þannig að ég ætla að segja þetta gott, í það minnsta þangað til ég nenni að taka þráðinn upp aftur af einhverri alvöru. Þakka lesendum og bloggvinum samfylgdina.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 332

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband