Ferð framundan

Ýmislegt að gerast hjá mér þessa dagana.

Líf varð níu ára á mánudaginn. Við ákváðum að afmælið fyrir bekkjarsystur og vinkonur yrði haldið utan heimilis og því var ákveðið að halda það í Stjörnustelpum. Þar var stelpunum boðið upp á málningu og þær fengu að klæða sig upp eins og poppstjörnur. Þetta ku víst hafa slegið í gegn - en það er samt undarleg tilfinning að hafa ekki verið viðstaddur þetta afmæli sjálfur. Næstum eins og að maður hafi svikist um að vera einhvers staðar þar sem maður á að vera. Get þó huggað mig við það að fyrir viku var haldin veisla fyrir ættingjana, og hún var með gamla laginu, þ.e. kökur og með því.

***

Í vikunni fékk ég þær fréttir að stefnt er að því að ljúka umbroti bókarinnar í lok næstu viku. Ég er orðinn verulega spenntur að sjá afraksturinn. Þá er komið nafn á bókina - sem er flott og grípandi. Ekki spurning að þetta er jólabókin í ár.

***

Sig er nýstigin upp úr veikindum - þetta er í annað sinn sem hún veikist með stuttu millibili. Ótrúlegt hvað pestir sækja í þetta barna. Veikindin núna voru hins vegar gin- og klaufaveiki, sem hún fékk um leið og hún fór að ganga á deildinni (og nei, þessi sjúkdómur er ekki bara í húsdýrum). Það tók fljótt af á meðan fyrri veikindi tóku næstum viku.  Ég vona (7-9-13) að þetta sé nú að baki hjá henni.

***

En það sem hæst ber er að nú er langþráð helgarferð framundan hjá mér og Rósu. Það var ákveðið skyndilega að kanna möguleikann á því að Rósa kæmi með mér til Liverpool, en ég á að vera fararstjóri í hópferð á leikinn gegn Fulham 10. nóvember. Þó að Rósa fái ekki miða á leikinn gekk þetta upp að öðru leyti og er mikil tilhlökkun með þetta. Kannski líka kvíði, því við höfum aldrei skilið Sif eftir svona lengi - en það er alveg ljóst að við höfum bæði gott af þessu!

***

Á morgun er ég að fara að keppa á fjölmiðlamótinu. Takmarkið er að ná að skora eitt mark. Fjarlægt kannski - en maður verður alltaf að setja sér háleit markmið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband