Fjárfestingar

Þó að hléið sé orðið langt núna þá verður þessi færsla ekkert merkilegri en hver önnur. Enda mun ég bara setja eitthvað inn hér þegar ég nenni því.

En allavega - nokkrar stórar ákvarðanir bíða fjölskyldunnar núna. Eða - allavega tvær.

Við höfum mikið verið að velta því fyrir okkur hvort við eigum að fara að uppfæra bílinn. Ekki það að sá sem við eigum hafi reynst okkur illa - það er Toyota Corolla Wagon sem var keyptur nýr í ársbyrjun 2005. Spurningin er hins vegar hvort ekki sé rétt að fara fljótlega út í að uppfæra meðan sæmilegt verð fæst fyrir þann sem við eigum. Við erum alvarlega að spá í Corolla Verso út af því að möguleiki er á tveimur aukasætum í skottinu, og þar með er hann orðinn sjö manna. Sem getur verið afar hentugt. Nokkur heilabrot fylgja þessu núna.

Hitt varðar bankaviðskipti, en sú pólitíska ákvörðun hefur verið tekin að leita að betri bankakjörum og nú er verið að kanna hvað bankarnir bjóða. Þar er margs að gæta og spurningin er hver býður það sem hentar okkur best. Það verður líka lagst yfir þetta næstu daga.

***

Á morgun (eða í dag) er Sif að fara í fyrstu heimsókn sína í leikskólann, og þar með hefst aðlögun í honum. Í næstu viku byrjar Líf svo í fjórða bekk í Áslandsskóla.

Svakalega er maður orðinn gamall!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 340

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband