Fréttastöðvar

Þegar ég var í Noregi datt ég öðru hverju inn á fréttasjónvarpsstöð TV 2 sem hóf útsendingar síðastliðinn vetur. Þar voru mikið til sömu fréttirnar sendar út á klukkustundar fresti eins og er oft til dæmis á Sky.

Þegar ég spurði mágkonu mína og svila út í stöðina sögðust þau eiginlega aldrei horfa á hana. Aðalfréttatíminn væri eftir sem áður á TV 2 sjálfri og það væri það eina sem þau þurftu. Þá sögðu þau líka að það væri alveg á mörkunum að vera með svona stöð í Noregi þar sem þar búa "aðeins" 4,5 milljónir. Mér fannst þetta athyglisverð ummæli þeirra í ljósi tilraunarinnar sem gerð var hér með NFS. Þessi stöð fannst mér þó betur uppbyggð en NFS - þar voru ekki stöðugir umræðuþættir heldur var meiri áhersla lögð á fréttirnar sjálfar - sem mér finnst betri nálgun.

Það verður allavega fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessari fréttastöð TV 2 gengur í Noregi. En þess ber að geta að þar eru samlegðaráhrifin meiri, því eftir því sem þau sögðu mér eru að hluta sömu eigendur af TV 2 í Noregi og TV 2 í Danmörku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband