Hljómar enn betur

Var að horfa á myndbandið með Eiríki Hauks. Mér líst svakalega vel á þetta. Breytingarnar hafa tekist vel, myndbandið sýnir mikið af íslensku landslagi sem hefur óskiljanlega lítið verið notað í íslenskum Eurovisionmyndböndum og Eiríkur er enn sami töffarinn. Vona að háraliturinn í myndbandinu skýrist þó af myndvinnslunni en ekki því að hárið hafi verið litað.

Held að við séum á ágætis stað í röðinni. Það hefði reyndar verið slæmt að vera númer tvö en við erum þó hæfilega framarlega til að týnast ekki einhvers staðar í miðjunni.

Og þá er að sjá hvort þetta dugi til að komast út úr forkeppninni.


mbl.is Eiríkur verður fimmti á svið í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég var ánægð með myndbandið svona að mestu.  Ég hefði viljað hafa sönginn framar í mixinu.  En seneríið var flott og Eiríkur töff.  Þetta er flott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Hallgrímur Indriðason

Hér koma fram mismunandi sjónarmið. Sem er gott. Verra er þó þegar menn halda það að þeir sem eru annarra skoðunar en þeir sjálfir hafi ekkert vit á tónlist. En þeir verða bara að eiga það við sig.

Breyti ekki þeirri skoðun að þetta sé betra en það var. Fullyrði hins vegar ekkert um hvort þetta kemur okkur upp úr forkeppninni...þar dugar nefnilega ekki alltaf að vera með gott lag.

Hallgrímur Indriðason, 12.3.2007 kl. 22:31

3 identicon

Mér finnst lagið flott :) Og ég var ánægð með myndbandið, hvort sem okkur líkar betur eða verr er landslagið okkar svona á þessum árstíma :) Grátt og eyðilegt :) Mér finnst það fallegt! Textinn finnst mér líka góður og ég hef sko heilmikla trú á Eiríki Rauða :) Ég verð ein af þeim sem hækka í græjunum á júróvision kvöldi og syng hástöfum með "tiger trapped in tiger cage, an actor on an empty stage..." ;) Góðar stundir

Ásta (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 430

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband