Gulur lækur

Í dag fékk ég það verkefni í vinnunni að skreppa niður á Sólvallagötu og koma beint inn í fréttatímann vegna vatnslekans í miðbænum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek viðtal við mann í gegnum GSM-síma.

Skömmu áður hafði ég lesið það á mbl.is að skólp hefði lekið í kjallarann. Mér varð svo heldur ekki um sel þegar ég beygði inn á Sólvallagötuna frá Ánanaustum og við blasti gulur lækur sem rann niður götuna.

En í spjalli við slökkviliðið kom hins vegar í ljós að það var ekki klóak sem hafði farið inn í húsið. Ef eitthvað annað en venjulegt vatn væri kjallaranum væri það innihaldið úr göturæsinu.

Mér létti aðeins við þetta. Mig minnti að ég hefði áður séð gulan læk, en þá hafði hann verið gulur vegna einhvers olíuleka en ekki vegna þess að menn og málleysingjar hefðu verið svo duglegir að losa sig við úrgang ofan í lækinn. Þetta reyndist eitthvað svipað.

Gunnhildur frænka mín býr reyndar í þessari blokk. En hún var heppin. Hún hafði verið í partýi kvöldið áður og skilið bílinn eftir þar sem það var haldið.

Segið svo að partýin geti ekki gert sitt gagn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 432

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband