Laugardagur, 14. júlí 2007
Dásamleg dönsk sveit
Nú er ég staddur í bænum Skjern á Jótlandi í Danmörku. Þar dveljum við í húsi Vignis, bróður hennar Rósu, sem spilar hér handbolta. Þetta er frábært umhverfi til að vera í fríi. Vignir er sjálfur fjarri góðu gamni en auk okkar fjölskyldunnar er vinafólk okkar líka hér - hjón með unglingsstúlku og tvo stráka, sex og þriggja ára. Við fórum í Legoland á fimmtudaginn sem var mjög skemmtilegt en annars hefur þetta verið að mestu.
Mér skilst að á þessum ferðum erlendis hafi ég misst af einni mestu veðurblíðu síðari ára í höfuðborginni. Mér er bara slétt sama. Ég hefði aldrei náð að slappa svona vel af á Íslandi - maður hefði alltaf verið með hugann við vinnuna.
Það er samt einn galli við svona frí - þau eru alltof fljót að líða.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafið það sem allra best í fríinu! Maður er orðinn ágætlega bakaður en það á að fara að rigna hér á fimmtudaginn. Hentugt að þá flýg ég einmitt út til Þýskalands!
Jói (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 14:18
Takk fyrir það. Í dag er einmitt búinn að vera kæfandi hiti hérna og vökvinn sem sprottið hefur úr líkamanum í dag hefði sennilega dugað til að fylla heila sundlaug.
En ljúft er blessað fríið. Takk fyrir kveðjuna og góða skemmtun í Þýskalandi.
Hallgrímur Indriðason, 16.7.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.