Noregsblogg

Þessi færsla er skrifuð frá Ulvik, innst inni í Harðangursfirði í Noregi, þar sem við fjölskyldan erum í heimsókn hjá mákonu minni og hennar fjölskyldu. Vika er liðin af fríinu langþráða og þrátt fyrir að grenjandi rigning hafi verið síðustu þrjá daga hefur fríið hingað til staðið undir væntingum.

Flugum til Billund á miðvikudaginn var og keyrðum þaðan til Hirtshals. Það er afar gott að keyra í Danmörku - allt svo flatt. Ég hef aldrei komið til Jótlands áður, og reyndar lítið sótt heim danskar sveitir. Ökuferðin var hin sæmilegasta þó að Sif hafi látið ófriðlega framan af - enda er hún ekki hrifin af löngum bílferðum.

Gistum á fínu gistiheimili í Hirtshals, Hotel Skagerak, og síðan var skipið tekið á fimmtudagsmorguninn til Bergen, en þangað er tæplega sólarhrings sigling. Colorline heitir fyrirtækið sem sér um rekstur skipsins. Þetta var hin fínasta sjóferð - ágætis staðir til að fá sér að borða og nóg um að vera fyrir börnin. Káetan var líka fín og sjóferðin var þægileg. Það er því óhætt að mæla með þessum ferðamáta - þetta var ólíkt gáfulegra en að keyra alla leiðina miðað við hvernig Sif er í bíl. Það er þó eitthvað sem ég væri alveg til í að prófa síðar.

Við komum til Bergen á föstudaginn í glampandi sól og keyrðum þaðan beint til Ulvik. Vorum þar í sól fyrstu þrjá dagana, en síðan þá hefur rignt. Líf hefur leikið sér mikið við Ölmu frænku sína, sem er tveimur árum yngri, og Sif hefur unað sér vel í garðinum - sama hvort það hefur verið sól eða rigning.

Fréttafíkillinn ég hef þó ekki getað slitið mig frá íslenskum fréttavefjum og reynt að fylgjast með fréttum og hlusta á fréttir Útvarpsins. Guði sé lof fyrir Internetið!

Hér erum við annars í mjög góðu yfirlæti. Á mánudag höldum við svo aftur af stað - tökum sama skipið til Hirtshals aftur og keyrum svo til Skjern, þar sem við verðum restina af fríinu, eða í rúmar tvær vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband