Úrskurður á hæpnum forsendum

Þessi úrskurður siðanefndar kom mér á óvart. Mér fannst reyndar fyrsti hluti umfjöllunar Kastljóss um þetta mál ekki nógu vel unninn og full einhliða. En ef þessi umfjöllun telst alvarlegt brot á siðareglum, og það á þeim rökum sem siðanefnd tilgreinir, finnst mér að ansi margt geti þá talist brot á siðareglum.

Fullyrðingin í úrskurðinum um að þetta mál sé sérstaklega vandasöm af því að það er svo stutt í kosningar er klaufaleg. Ég er ekki viss um að meiningin hafi verið að segja að það verði að fjalla öðruvísi um svona mál rétt fyrir kosningar en á öðrum tímum, en þetta orðalag er ekki til sérstakrar fyrirmyndar. Það er líka hægt að skilja Kastljósmenn ágætlega með það að ónákvæmni í upplýsingum í fyrsta hluta umfjöllunarinnar komi til annars vegar af villandi orðalagi í greinargerð og hins vegar að fólk sem leitað var til vildi ekki tjá sig.

 Mér finnst yfirlýsing Kastljósmanna líkja hrekja ýmislegt sem stendur í úrskurðinum með tilvitnun beint í umfjöllunina, og það lítur ekki sérstaklega vel út fyrir siðanefndina.

Ég er á því að Kastljósið hefði geta unnið þessa umfjöllun betur. En það er full langt gengið að þetta sé alvarlegt brot. Ef á annað borð var um brot að ræða var það ekki meira en ámælisvert.


mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Siðanefndin er augljóslega siðlaus.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 433

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband