Laugardagur, 17. febrúar 2007
Hvað er í gangi?
Þessi frétt virðist bera með sér að eitthvað hafi farið úr böndunum í gleðskap Liverpool-leikmanna í Portúgal. Ég ákvað að skoða þetta aðeins.
Þessi frétt er fengin úr portúgölsku dagblaði. Nokkrir enskir miðlar hafa tekið þetta upp. Ég hef reyndar hvergi séð neitt um Bellamy og golfkylfuna en þær fréttir sem ég hef séð hljóma svona:
Liðið fer saman út að borða og fer svo á bar. Benítez er ekki viðstaddur, hann er staddur í einhverjum öðrum bæ í nágrenninu. Menn fá sér aðeins of mikið neðan í því og menn gerast uppivöðslusamir. Steven Gerrard og Peter Crouch reyna að skakka leikinn en lögreglan er kölluð til. Bareigandinn biður liðið að fara, sem það og gerir. En þegar komið er á hótelið brjótast út slagsmál og eru aðalmennirnir í þeim Jerzy Dudek, Robbie Fowler og Jermaine Pennant. Dudek var um tíma settur í handjárn til að róa hann. Enginn er handtekinn. Það eina sem skemmist er glas sem brotnar og hefur Liverpool boðist til að borga fyrir allar skemmdir. Í einum miðlinum er haft eftir talsmanni Liverpool að tekið verði á málinu innanhúss. Þannig hefur það reyndar alltaf verið hjá Liverpool.
Ég ætla ekki að hafa of háleitar skoðanir á frétt sem birst hefur á einu portúgölskum fjölmiðli. En eitthvað hlýtur samt að hafa gerst og það er slæmt. Sérstaklega er slæmt ef Jermaine Pennant ætlar að þakka fyrir tækifærið sem Benítez gaf honum til að bjarga ferlinum með þessum hætti.
En sjáum hvað fréttist frekar af þessu atviki.
Bellamy lamdi Riise með golkylfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þetta vera bara eins og frétt neðan úr miðbæ Rvk nema hvað, að aðeins glas var brotið í þessum svaka slagsmálum sem fjölmiðlar ætla sér greinilega að gera mikinn fréttamat úr. Ég sem Liverpool-aðdáandi sé ekkert merkilegt við þetta sem maður les nema hvað að þessir aðilar sem eiga í hlut eru frægir og birtast í stórum blaðafyrirsögnum þegar þeir svo lítið sem prumpa. Mér líst vel á að þeir sláist og sýni það að þeir séu engar tussur, barbie dúkkur eða þaðan af verra! Ég skal borga þetta fjandans glas!!
Hundurinn (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 09:03
Ég er svosem sammála því að það sé allt í lagi að þeir slást. En ef leikmenn hafa verið að fá sér of mikið neðan í því svo stuttu fyrir jafn mikilvægan leik og Barcelona-leikinn á miðvikudaginn er það óafsakanlegt.
Samkvæmt nýjustu fréttunum virðist það hins vegar fyrst og fremst vera Bellamy sem er í vandræðum, en það gildir samt nákvæmlega sama með hann og Pennant.
Hallgrímur Indriðason, 19.2.2007 kl. 09:32
Kíktu á þetta: http://dullari.blog.is/blog/dullari/video/697/
GK, 20.2.2007 kl. 00:05
Ahh...minningin lifir :)
Hallgrímur Indriðason, 20.2.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.