Bull og aftur bull

Af hverju er Mogginn að taka upp frétt um þetta Liverpool-mál, sem birtist fyrst í Daily Mirror? Ég hélt að menn vissu að það væri ekkert sérstaklega áreiðanlegur miðill.

Áreiðanlegasti miðillinn um það sem er að gerast hjá Liverpool hefur alltaf verið Liverpool Echo. Og þá einkum greinar Chris Bascombe. Hann skrifar þessa grein um málið í gær. Gríp hér niður í smákafla í greininni.

The Spanish manager has no intention of discussing the matter publicly, other than yesterday’s brief announcement confirming all those in breach of discipline will be hit in the pocket. That’s believed to be as many as six players.

He won’t be immediately kicking anyone out of his squad either, although it is inevitable the long-term futures of certain players must now be under a cloud.

Hér er semsagt talað um sex leikmenn. Þá er einnig sagt að deilurnar milli Riise og Bellamy hafi ekki verið nærri eins miklar og fjölmiðlar hafa gefið í skyn. Jafnvel hafi atburðarrásins í kjölfar atviksins vakið samúð með Bellamy þar sem hann er gerður að einhvers konar blóraböggli.

Þá kemur líka fram að Benítez sé brjálaður yfir því að fjölmiðlar hafi komist að þessu. Veist samt ekki hvort að hjá því hefði nokkuð verið komist.

En það er í það minnsta ljóst að fimmtán leikmenn er orðum aukið. Benítez tók hins vegar á málunum eins og á að gera - og notar þetta atvik jafnframt til að mótívera leikmenn sína fyrir Barcelona-leikinn á morgun. Sem er auðvitað það eina rétta í stöðunni.


mbl.is Benítez sagður hafa sektað 15 leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst nú líka að umræddur blaðamaður megi alveg laga þessar döpru stafsetningarvillur í inngangi fréttarinnar. Honum tekst að skrifa bæði Riise & Bellamy vitlaust.

"Bresk blöð greina frá því dag að Rafael Benítez knattspyrnustjóri hafi sektað 15 leikmenn liðsins fyrir að brjóta agareglur í æfingaferð félagsins til Portúgals í síðustu viku. Craig Bellamy og John Arne Riise sem gengu lengst í drykkjulátum leikmanna liðsins þurfa að greiða þyngstu sektirnar. Bellay sem samsvarar 10,5 milljónum króna og John Arne Risse 8 milljónum en sekt annara er lægri"

Mummi (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Hallgrímur. Þú ert snjall en með einn galla, heldur með Liverpool.

Ég sé fyrir mér opnuviðtal í Vikunni þar sem þú kemur liðinu og Bellamy til varnar... Liverpool Echo?  what the hell..

- fréttir helgarinnar eru frá óteljandi miðlum í mörgum löndum...Bellamy með 9járnið fékk skramba á norsku holunni, Riise er slakur söngvari og slatti af leikmönnum í bullinu á bar í Portúgal í aðdraganda stórleiks... og málið er dautt. 

kv. Sig. Elvar , Tottenham maður. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 20.2.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Hallgrímur Indriðason

Ég er ekki að draga fréttirnar almennt í efa, aðeins þetta með 15 leikmennina. Það kemur úr Mirror, og aðrir miðlar taka þetta upp. Ef þú hefur lesið aðrar færslur þá er ég mjög gagnrýninn á það sem gerðist í Portúgal. En enskir fjölmiðlar eiga það til að ýkja, og þó að það sé alveg ljóst að eitthvað átti sér stað sem átti ekki að eiga sér stað var það orðum aukið. Meðal annars hefur Dudek sjálfur sagt í viðtali að hann hafi aldrei verið handjárnaður, en að hann hafi brotið af sér.

Og það hefur margoft sýnt sig að áreiðanlegustu fréttirnar af Liverpool koma frá Liverpool Echo. Þetta er blaðið sem hefur skúbbað fréttum af Liverpool oftar en nokkur annar miðill.

En auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að Tottenham-menn viti það

Hallgrímur Indriðason, 21.2.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ég vona að Bellamy verði sem lengst í ykkar herbúðum. Verði ykkur að góðu. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 21.2.2007 kl. 18:48

5 Smámynd: Hallgrímur Indriðason

Veistu, ég vona það bara líka...hvað mörg mörk hafa Tottenham skorað gegn Barcelona annars?

Hallgrímur Indriðason, 22.2.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 432

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband