Ein lausn á vandamáli skapar annað vandamál

Mikið svakalega var ég ánægður með þessi úrslit í Eurovision.

Ég var búinn að segja fyrir keppnina að við værum líklegastir til að ná árangri með Eiríki Haukssyni. Uppskar ég fyrir það háðsglósur frá minni heittelskuðu: "Hver heldur að kjósi hálf fimmtugan rokkara til að keppa?" Þess ber að geta að hún sat sjálf heilu dagana inni í herbergi hjá sér hlustandi á Gaggó Vest fyrir 20 árum eða þar um bil. Það var greinilegt að einhverjir sáu ástæðu til að kjósa hann.

Það kom mér hins vegar á óvart að hvorki Jónsi né Heiða komust í topp þrjá. Hvort tveggja fín lög. Þessi keppni hafði þó þann kost umfram keppnina í fyrra að fyrirfram var enginn augljós sigurvegari - það voru nokkrir sem komu til greina. Í fyrra var vitað fyrirfram að Silvía Nótt myndi vinna keppnina þó að ég hafi alls ekki verið þeirrar skoðunar að það væri besta lagið. Þegar á heildina er litið fannst mér lögin samt betri í fyrra en í ár.

En ég held að Eiríkur eigi eftir að koma okkur upp úr forkeppninni - en það hélt ég reyndar líka á sínum tíma þegar Selma fór út með If I had your love. Ég stend samt við þetta.

En þegar búið er að leysa þetta mál og við búin að velja frambærilegt lag í keppnina kemur nýtt vandamál - hver verður fulltrúi Íslands meðal hinna norrænu Eurovision-sérfræðinga? Augljósasti kandídatinn væri náttúrulega Páll Óskar en ég veit ekki hversu slarkfær hann er í Norðurlandamálum. Það verður spennandi að sjá hver fær þetta hlutverk.


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband