Viðtal sem aldrei var tekið

Nokkur umræða hefur verið um blaðamanninn sem vitnaði í Steingrím Hermannsson í fréttum í DV og Vísi án þess að ná nokkurn tíma tali af honum. Ég var reyndar dálítið hissa á að Blaðið skuli hafa séð ástæðu til að slá þessu upp (mér fannst þetta engin forsíðufrétt þó að þetta væri ágætis frétt) og það rýrir frammistöðu blaðsins enn frekar að vitna ekki til þess að maðurinn skuli viðurkenna þetta á bloggsíðu sinni eins og Jón Axel Ólafsson bendir á.

Einu sinni tók ég reyndar viðtal án þess að tala nokkurn tíma við viðkomandi. Þegar ég var á Bændablaðinu var mér falið að taka viðtal við kvikmyndagerðarmann sem vildi gera heimildarmynd um íslenskan landbúnað. Með verkinu fékk ég blaðabunka sem reyndist afrit af gögnum sem kvikmyndagerðarmaðurinn hafði sent Kvikmyndasjóði eins og hann hét þá til að sækja um styrk fyrir verkinu. Lagði yfirmaður minn til að ég setti saman viðtal úr því sem þar kæmi fram. Ég gerði það, sendi síðan kvikmyndagerðarmanninum afrit af textanum og hann var hinn sáttasti við hann. Grundvallarmunurinn er auðvitað sá að viðmælandinn sá hvað ég ætlaði að skrifa, öfugt við Steingrím.

En þetta eru þó alltaf óásættanleg vinnubrögð. Maður tekur þó stundum í starfi sínu við fjölmiðla viðtöl sem maður veit fyrirfram hvernig eru og veit fyrirfram hvernig er svarað. En það réttlætir ekki svona vinnubrögð. Það merkilega er hins vegar að Steingrímur skyldi aldrei sjá ástæðu til að kvarta yfir því sem blaðamaðurinn gerði - fyrr en núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 395

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband