Enn sérvalin veikindi

Það á ekki af Sif að ganga - hún er aftur komin með hita. Vonast þó til að ástæðan nú sé heiftarlegir tanntökuverkir. Í þetta sinn hafði hún þó vit á því að verða veik þegar ég var ekki aðeins á landinu, heldur meira að segja í vaktafríi. Maður vill nefnilega helst vera hjá börnum sínum þegar þau eru veik. Nú er hins vegar tækifærið til að standa við stóru orðin í síðustu færslu og leyfa henni að hlusta á uppáhaldstónlist pabba síns!

Vikan í vinnunni hefur annars farið í Baugsmálið, og ég held að það hafi bara aldrei gerst síðan ég byrjaði að vinna í blaða- og fréttamennsku, að ég hafi fjallað um sama málið í heila viku. Mér finnst samt mjög gott að vera orðinn mun betur inni í þessu máli en áður, þó að angar þess séu það margir að það sé ekki auðvelt að setja sig inn í þá alla.

Og nú tekur við að setja saman Liverpool-blað fyrir mánaðamótin. Sem er að sjálfsögðu stórskemmtileg vinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband