Mánudagur, 15. janúar 2007
Umræða um ekki neitt
Er að horfa á umræður á Alþingi um Ríkisútvarpið ohf. Skipti þangað yfir að loknum tíu-fréttum. Nú er klukkan hálf ellefu og allar umræðurnar hafa verið um fundarstjórn forseta. Allir sem komið hafa í pontu meðan ég hefur verið að horfa á hafa verið úr stjórnarandstöðunni og hafa sagt það sama - það sé ekki rétt að halda áfram fundi núna og þeir vilja fá svör frá þingforseta um hversu lengi hann ætlar að halda fundi áfram. Sá sem situr á forsetastóli, Birgir Ármannsson, hefur ekki svarað því ennþá þegar þessar línur eru skrifaðar.
Það er ekkert skrítið að umræður um þetta mál taka langan tíma þegar menn taka góðan tíma í að ræða svona hluti.
Í einni ræðunni sem ég hef hlustað á hafði Steingrímur J. Sigfússon áhyggjur af þvi að afskipti Páls Magnússonar útvarpsstjóra af þessu máli settu starfsmenn fréttastofanna hjá stofnuninni í vanda þar sem þeir þyrftu að fjalla um málið. Ég get svarað þessu fyrir mig - það er auðvitað alltaf ákveðinn vandi þegar fréttastofa þarf að fjalla um mál sem varðar það fyrirtæki eða stofnun sem hún tilheyrir. En sá vandi hvorki eykst né minnkar við það að Páll Magnússon segir eitthvað um frumvarpið. Það hefur akkúrat engin áhrif á umfjöllunina.
Nú er Birgir Ármannsson búinn að segja að ekki eigi að ræna þingmenn nætursvefni en umræða eigi að halda áfram um sinn. Skemmtilega loðið og teygjanlegt svar. Samt er enn verið að ræða fundarstjórn forseta nú kl. 22:40, og umræðuefni er enn það sama. Magnað!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.