Að deyfa þor fréttamanna

Minn gamli yfirmaður, Össur Skarphéðinsson, sagði á heimasíðu sinni að ummæli Páls Magnússonar deyfðu þor fréttamanna RÚV til að fjalla um málefni Ríkisútvarpsins. Í síðdegisútvarpinu tók hann dæmi af ungum fréttamanni sem væri að stíga sín fyrstu spor og framtíð hans væri í hendi Páls Magnússonar.

Ég er ekki viss um að ég myndi teljast í þessum hópi. Ég er ekki að stíga mín fyrstu spor í fréttamennsku þó að ég sé að gera það hjá RÚV. En ég hef aldrei upplifað stöðu mína þannig að framtíð mín sé í hendi Páls Magnússonar. Ég hef fyrst og fremst litið svo á að framtíð mín hjá RÚV sé fyrst og fremst í mínum höndum. Ef ég skila góðu starfi verð ég þar áfram, annars ekki. Og sú staða breytist ekkert þó að Páll Magnússon segi sínar skoðanir á RÚV-frumvarpinu. Það hefur hann gert áður og það hefur ekki haft nein áhrif á mig þegar ég hef þurft að fjalla um þetta mál.

Mér finnst ekki gott til þess að vita að Össur, sem ég hef miklar mætur á eftir að hafa unnið með honum á DV, hafi ekki meira álit á fréttamönnum Ríkisútvarpsins en þetta. Hann sagðist reyndar hafa mikið álit á Fréttastofu Útvarpsins og er það þakkarvert. En skoðanir Páls Magnússonar draga ekki úr mínu þori!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 430

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband