Safndiskar

Enn er vinsælt að gefa út safndiska. Maður hélt að á tímum netsins og mp3-spilaranna myndi eitthvað draga úr vinsældum þessara diska, en það er öðru nær, eins og sést hvað best á því að einn af söluhæstu diskunum fyrir nýliðin jól var safn 100 íslenskra jólalaga - sem mörg hver hafa komið út á ansi mörgum safndiskum áður.

Ég tók dæmi af handahófi með jólalagið Hátíðarskap með Þú og ég, sem er sennilega það jólalag sem er mér hvað mest að skapi og kemur mér í hvað mesta jólaskapið. Á tónlist.is má sjá það á sex safnplötum, og er ég viss um að sá listi er ekki tæmandi. Það er því ekki ósennilegt að margir eigi sama lagið heima hjá sér á tveimur og jafnvel fleiri diskum.

Af hverju kaupa menn ennþá þessa diska í gríð og erg þegar hægt er að ná í þessi lög á netinu, t.d. á tonlist.is, fyrir hagstæðara verð (þó að það sé reyndar ekki algilt)?

Sjálfur keypti ég nokkra safndiska þegar ég keypti hvað mest af geisladiskum almennt fyrir 10-15 árum. Þar sem ég er að dæla allri tónlist sem ég á inn á Ipod-inn minn núna fór ég í gegnum nokkra. Þarna má finna perlur eins og Bjartar nætur, Diskóbylgjan, Fyrstu árin, Aldrei ég gleymi og Í sumarsveiflu svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru diskar sem ekki nokkur maður man eftir í dag.

Safndiskar eru eitthvað sem plötuútgefendur virðast gefa út í því skyni að græða sem mest með sem minnstri fyrirhöfn. Og ef útgáfan er vel heppnuð, eins og þetta jólalagasafn augljóslega var, er það í góðu lagi. En hvað ætli sé hægt að fá Íslendinga til að kaupa sama lagið oft af mismunandi diskum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 429

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband