Flutningar

Á nýju ári er ég fluttur í ný heimkynni. Vona að samskipti mín við Moggann gangi betur en við blogger undir það síðasta.

Að þessu tilefni er rétt að setja hér inn færsluna sem átti að koma inn fyrir nokkrum dögum, en blogger neitaði að birta.

(P.S.: Ef einhver hefur flutt færslur af blogspot yfir á Moggann mætti sá gjarnan senda mér leiðbeiningar á hallgrimur@liverpool.is. Tilraunir mínar gengu ekki upp)

Íþróttamaður ársins

Enn er það vinsælt að kvarta yfir valinu á íþróttamanni ársins. Kommentakerfi þeirra bloggsíðna sem ég les hafa verið yfirfull af hneykslunarröddum yfir því að handboltamaður sé enn einu sinni kostinn, að heimsmeistaratitill hafi aðeins dugað í áttunda sætið og að íþróttafréttamenn hafi eitthvað á móti konum og fólki sem stundar ekki boltaíþróttir.

Mér fannst þetta val hins vegar mjög fyrirsjáanlegt og fagnaði því. Guðjón Valur átti þetta innilega skilið fyrir að vera valinn bestur í einni sterkustu handboltadeild heims, ná Evróputitli með sínu félagi og vera markakóngur.

En þegar valið fer fram lenda íþróttafréttamenn í því að þurfa að bera saman íþróttagreinar. Það er erfitt og það sem sumum finnst sambærilegt finnst öðrum ekki. Ég er til dæmis persónulega þeirrar skoðunar að það að skara svona fram úr í einni sterkustu handknattleiksdeild heims sé meira afrek en heimsmeistaratitill í íþrótt sem er stunduð af færri einstaklingum en handboltinn. Og þetta segi ég með fullri virðingu fyrir frábært afrek Auðuns á árinu. En afrek Guðjóns var að mínu mati meira.

En við hvað á að miða þegar íþróttagreinar eru bornar saman? Fjölda þeirra sem stunda hana? Þá hefði Eiður Smári klárlega átt að vinna. Hversu erfið íþróttagreinin er? Í hversu sterkum hópi íþróttamaðurinn er? Þetta er alltaf matsatriði, og verður þar af leiðandi alltaf umdeilt.

Það er hins vegar mjög fyndið að heyra þau rök að íþróttafréttamenn sjái ekkert nema boltaíþróttir í ljósi þess að hvorki handboltamenn né knattspyrnumenn hafa verið oftast valdir, heldur frjálsíþróttamenn. Og ef einhver frjálsíþróttamaður hefði til dæmis náð á verðlaunapall á stórmóti er alveg eins víst að það hefði komið honum upp fyrir Guðjón Val í kjörinu.

***

Í janúar tek ég síðasta mánuðinn af fæðingarorlofinu og fer hann í að taka aðlögun Sifjar sem byrjar þá hjá dagmömmu. Ekki er þó ósennilegt að tíminn verði einnig notaðir í að skrifa bókina góðu. Það liggur við að ég kunni ekki við að taka svona mikið frí frá vinnu sem ég er til þess að gera nýbyrjaður í. En orlofið verður í það minnsta nýtt í hluti sém til er ætlast af því.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Indriðason

Test

Hallgrímur Indriðason, 4.1.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband