Alvöru fréttamenn??

Bloggari hér á Moggablogginu saknar alvöru fréttamanna í fréttum útvarpsins. Hlustaði á útvarpsfréttir fyrir tveimur dögum með notalgíuglampa í augum og saknar þeirra sem eru "eldri en tvævetur". Af orðum hennar mætti ætla að enginn alvöru fréttamaður sé eftir á fréttastofu Útvarpsins, sérstaklega eftir að Björg Eva Erlendsdóttir hætti, sem einhvern veginn (ég skil ekki hvernig) virðist þó hafa farið framhjá þessum ágæta bloggara.

Ég verð að segja að ég skil ekki almennilega hvað fer svona fyrir brjóstið á bloggaranum. Ef hún saknar gamalla fréttahauka, þá eru enn við störf fréttamenn á borð við Brodda Broddason, Arnar Pál Hauksson, Bergljótu Baldursdóttur, Jóhönnu Margréti Einarsdóttur, Svein Helgason, Þórhall Jósefsson, Ólöfu Rún Skúladóttur og Pálma Jónasson (sem er reyndar í löngu fríi en kemur aftur í ágúst). Í erlendum fréttum eru svo menn á borð við Kristján Róbert Kristjánsson, Þorvald Friðriksson og Ásgeir Tómasson. Sjálfsagt gleymi ég einhverjum í þessari upptalningu, en ég held að það búi nóg af reynslu í þessu fólki. Í Speglinum starfa þrautreyndir menn á borð við Friðrik Pál Jónsson, Jón Guðna Kristjánsson og Gunnar Gunnarsson. Allt er þetta þrautreynt fólk. Fréttastofan hefur einnig marga góða yngri einstaklinga eins og Ingimar Karl Helgason, Heiðar Örn Sigurfinnsson, Einar Þorsteinsson, Kristínu Sigurðardóttur, Áslaugu Skúladóttur o.fl., allt toppfólk. Nú er hins vegar sumar, þá er fólk í fríum og því kemur afleysingafólk inn í staðinn.

Það hefur vissulega orðið hreyfing á fólki hjá fréttastofunni og nokkrir reyndir fréttamenn hafa hætt. En það er ekki verra ástand hjá okkur en á öðrum fjölmiðlum. Það er hreyfing á fólki alls staðar.

Bloggarinn klikkir svo út með því að gefa það í skyn að Björg Eva hafi verið tekin af þinginu af því að hún hafi ekki verið nógu þægileg við stjórnarherrana. Ég veit ekki hvernig henni dettur það í hug. Björg Eva er hætt. Það kemur fyrir að fólk hætti, og ekkert óeðlilegt við það. Af hverju að gera það tortryggilegt?

Ég fullyrði að Fréttastofa Útvarpsins er með best mönnuðu fjölmiðlum landsins. Ungt fólk í bland við reynslubolta. Og þannig á það að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hallgrímur.

Nú ert þú tekin við að reyna að fegra þetta ástand sem ríkir hjá Ríkisútvarpinu.

Varandi ummæli Bjargar Evu Erlendsdóttur fannst mér ekki gott fyrir RÚV. Þessi ummæli hennar voru á þann veg að þeir sem vinna hjá fréttastofu útvarps væru niður njörvaðir mætta ekkert segja nema að tala við sinn yfirmann. Það er ég sem ræð segir vaktstjórinn að hennar sögn.

Það má vel vera að Björg Eva hafi farið sínar leiðir ekki ætla ég að blanda mér í mál sem ég hef ekki hugmynd um nema það sem ég las í blöðum. þetta voru stór orð sem hún sagði.

Þeir frétta menn sem þú telur upp hvort sem er á fréttastofu Útvarps eða í speglinum ég tek undir þessi orð þau eru rétt hjá þér.

Enn það er dapurlegt þegar Bogi er lækkaður niður í starfi Ég veit ekki annað að hann hafi staðið sig með pírði eins og það fólk sem þú taldir upp. Þetta er toppfólk og vandað að eðlisfari. Eins og Þórhallur í kastljósi.

Það hefur verið stjórnendavandamál innan þessar stofnunar í mörg ár enda hef ég skrifað grein um þetta 15 september 1999 sú grein er enn í fullgildi.

Ég veit ekki annað enn að Menntamálaráðherra hafi tekið af starfsmönnum lífeyrisréttindi sín nýlega. Hvað hættu margir reyndir menn þá.

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson, 14.6.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Hallgrímur Indriðason

Jóhann: Hvaða ástand er ég að fegra? Geturðu útskýrt það nánar? Því að ef þú ert að vísa í ummæli Bjargar Evu, þá verð ég að segja að ég kannast ekkert við það ástand sem hún lýsir.

Ég hef ekki orðið var við það að vaktstjórar eða fréttastjóri séu með nefið niðri í öllu sem ég geri í mínu starfi hjá Fréttastofu Útvarpsins. En auðvitað hafa þeir skoðanir á þeim vinnubrögðum sem maður viðhefur, og ef þeir hafa einhverjar athugasemdir við eitthvað, þá segja þeir það. Og er það ekki hluti af starfi vaktstjóra og fréttastjóra að gera það? Það er ekki það sama og að vera niðurnjörvaður.

Hvað hins vegar er á bak við einstakar ákvarðanir um tilfærslu á fólki og skipulagsbreytingar veit ég ekki. Enda var það kannski ekki það sem ég var að tala um. Mér fannst bara verið að gera lítið úr yngra fólki sem vinnur á fréttastofunni, og gefa í skyn að starfsmaður hefði hætt af því að hann var ekki nógu þægur við pólitíkusa. Það finnst mér rangt.

Hallgrímur Indriðason, 14.6.2007 kl. 15:59

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hallgrímur.

Það er rétt hjá þér Björg Eva hefur að mínu áliti sagt það stór orð að ég ætla ekki að fara að verja hana. Enn hún hlýtur að hafa að minnsta kosti eitthvað til málsins að leggja. Ég trúi ekki að hún sé að segja þetta af ill kvittni við sína fyrrverandi félaga. því, á ég bát með að trúa.

Það má vel vera að þú sért að verja þína félaga eins og þú segir. að það sé verið að gera lítið úr yngra fólki.. Því til að svara þá hef ég ekki lagt það í vana minn að gera lítið úr ungu fólki. Ungt fólk þarf að læra eins og fullorðið fólk ég nefni nýa Alþingismenn sem voru kjörnir á Alþingi.

Varðandi að vera niður njörvaður þá er átt við að mér fannst eins og Björg Eva hefði verið bundin í stólnum og ekki mátt tjá sig með eðlilegum hætti. Eins og þú bendir réttilega á að hún hafi ekki verið nógu þæg fyrir pólitíkusa skoðanir.

Stjórnmálaskoðanir eiga ekki að ráða ríkjum hjá Ríkisútvarpinu svo það sé á hreinu. það er mín skoðun.  

Varandi skipulagsbreytingar þær hafa verið miklar á undanförnum árum og margir góðir fréttamenn hætt vegna yfirgangs stjórnenda.

Enn eitt vil ég minna þig á er það ekki ósamgjarnt þegar Menntamálaráherra tekur lífeyrisréttindi af gömlum starfsmönnum. Frá mínum bæjardyrum finnst mér það ósamgjarnt að beita fréttamönum þvílíkum hroka.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.6.2007 kl. 17:54

4 Smámynd: Hallgrímur Indriðason

Sæll Jóhann.

Ég hef ekki hugmynd um hvað liggur að baki orðum Bjargar Evu. Ég vildi aðeins segja að ég hef ekki upplifað það sem hún nefnir í þessu viðtali. Þá fannst mér Helga Vala velta því upp hvort Björg Eva hefði ekki verið nógu þæg við stjórnvöld og þess vegna hætt (og hún gaf það sjálf í skyn í umræddu viðtali). Það finnst mér ósanngjörn gagnrýni sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Mér fannst Helga Vala líka gera lítið úr því unga fólki sem vinnur á fréttastofunni. Var ekki að saka þig um neitt slíkt.

Hvað varðar eftirlaunin, þá minnir mig að Þorgerður Katrín og Páll Magnússon hefði lýst því yfir að starfsmenn héldu lífeyrisréttindum sínum. Þú leiðréttir mig ef ég fer með rangt mál.

Hallgrímur Indriðason, 14.6.2007 kl. 22:16

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hallgrímur.

Ég vil byrja á því að þakka þér sérstaklega hvað þú er málefnalegur og kurteis í þínum málflutningi.

Eins og ég sagði áður þá ætla ég ekki að blanda mér í mál sem ég veit ekkert um nema sögusagnir frá öðrum í blaðaviðtölum það verður Björg Eva að taka ábyrgð sjálf.

Varðandi unga fólkið sem þú ert að verja finnst mér gott hjá þér. þú færir fyrir því rök í þínum skrifum.

Varðandi Helgu Völu er hún ekki að koma umræðu af stað vegna slappleika síns flokk þá er átt við Samfylkinguna. það má vel vera? reiði fólk getur komið fram á ýmsum sviðum.

Varandi eftirlaunin þá veit ég ekki annað að eftirlaunin hafi farið. enn til að gulltryggja það. Verð ég að lesa löginn betur til að geta fullyrt það.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 15.6.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband