Sunnudagur, 15. apríl 2007
Skemmtileg söngkeppni
Það er alltaf jafn gaman að horfa á söngkeppni framhaldsskólanna. Standardinn á þessari keppni fer sífellt hækkandi og maður er hættur að sjá einhver algjör flopp eins og maður sá stundum fyrir nokkrum árum. Vissulega eru ekki öll atriðin algjör toppatriði en það heyrir til algjörrar undantekningar ef eitthvað er verulega slæmt.
Sigurvegarinn úr VMA vann þetta verðskuldað. Mér fannst hann strax sigurstranglegur um leið og ég heyrði í honum. Annað sætið hjá FÁ var líka verðskuldað en þriðja sætið hjá Fjölbraut á Suðurnesjum var það engan veginn. Mörg atriði voru mun betri en það, og bendi ég meðal annars á MA og Versló. Að maður tali nú ekki um MH, sem mér fannst raunar flottasta atriðið. Ég hef alltaf haft mjög gaman af A capella söng, enda er hann mjög flottur þegar hann tekst vel. Það er hins vegar afar vandasamt að ná honum góðum og það má lítið út af bera til að hann verði algjört flopp. En MH-ingarnir náðu þessu frábærlega og mjög gott að þeir skyldu þó fá einhverja viðurkenningu fyrir það með sigri í SMS-kosningunni.
Snorri Sturluson fullyrti að þeir sem vinna keppnina nái sjaldnast langt, þó að ýmsir aðrir sem hafi stigið sín fyrstu spor hafi gert það. Ég skrapp á Wilkipediu til að athuga hvaða sigurvegarar úr keppninni hefðu náð langt á söngbrautinni. Og það eru Margrét Eir ('91), Margrét Sigurðardóttir ('92, er reyndar í klassískum söng), Emilíana Torrini ('94), Þórey Heiðdal ('96), Guðrún Árný Karlsdóttir ('99), Sverrir Bergmann (2000) og Anna Katrín (2003). Þetta finnst mér ekki svo slæmt hlutfall. En svo eru í neðri sætum að finna fólk eins og Móeiður Júníusdóttir, Páll Óskar, Hera Björk, Svavar Knútur Kristinsson, Regína Ósk og Þorvaldur Þorvaldsson. Svo hafa Magni, Birgitta og Jónsi líka keppt. Það eru sennilega öllu fleiri, en það geta heldur ekki allir unnið.
Finnst mjög gott hjá RÚV að sýna þessa keppni, enda um prýðis sjónvarpsefni að ræða. Finnst reyndar að kynnarnir ættu að vera í hópi framhaldsskólanema eins og var einu sinni.
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér af öllu hjarta þótt ég sé komin af unglingsaldri. Keppnin var mjög skemmtileg. Gaman að sjá svo margt ungt fólk koma fram með reisn og mentnaði.
Þá voru "grönnu" stelpurnar frábærir stjórnendur, skemmtilegar og frumlegar. Geinilega ekki með lystarstol, frábært!!!
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:47
Tek undir með þér af öllu hjarta þótt ég sé komin af unglingsaldri. Keppnin var mjög skemmtileg. Gaman að sjá svo margt ungt fólk koma fram með reisn og mentnaði.
Þá voru "grönnu" stelpurnar frábærir stjórnendur, skemmtilegar og frumlegar. Geinilega ekki með lystarstol, frábært!!!
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.