Frábær helgi

Hef haft lítið að segja upp á síðkastið. En nú er tilefnið ærið.

Um helgina var hér í heimsókn Ron Yeats, sem var fyrirliði Liverpool á árunum 1961-71. Hann var mikill varnarjaxl en í heimsókninni kom líka í ljós að þetta er frábær náungi.

Á árshátíð Liverpoolklúbbsins á laugardagskvöldið kom hann upp og sagði nokkrar sögur. Og hann fór gjörsamlega á kostum. Sagan af fyrsta leik hans sem atvinnumanns í knattspyrnu, þegar hann lék með Dundee United, var hreint og beint stórkostleg og verður væntanlega hægt að lesa hana í næsta tölublaði Rauða hersins, tímariti Liverpoolklúbbsins, í júní.

Svo komu einnig nokkrar óborganlegar sögur af Bill Shankly.

Nokkrir KR-ingar sem léku gegn honum árið 1964 þegar Liverpool og KR léku sinn fyrsta Evrópuleik fengu einnig að hitta hann. Þar var einnig ýmislegt rifjað upp og gaman að þeir skildu hafa fengið tækifæri til að hitta hann.

Það er Liverpoolklúbbnum mikill heiður að hafa fengið þennan snilling í heimsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband