Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Stóra systir spillir litlu systur
Líf, eldri dóttir mín, er byrjuð í stelputónlistinni. Hún á meðal annars heilan fjórtán laga disk með lögum sem eiga að vera sungin af Bratz-dúkkunum. Líf er mikið fyrir Bratz, eiginlega svo mikið að ég veit ekkki hvernig Bratz-framleiðandinn myndi fara að án hennar.
Fyrir nokkrum dögum voru systurnar Líf og Sif (sem er nýorðin eins árs) að leika sér saman í herbergi Lífar. Það er auðvitað frábært og Líf er ótrúlega dugleg að leika við hana. En heldur leist mér illa á blikuna þegar Líf kallaði svo á mig inn í herbergið og sagði: "Pabbi, komdu og sjáðu!" Þegar ég lít inn í herbergið setur Líf eitt af lögunum af Bratz-disknum á. Sif varð eitt bros, dillaði rassinum fram og aftur og sneri sér nokkrum sinnum í hringi. Það var semsagt dansað að innlifun.
Til að Sif fari ekki sömu leið og Líf í tónlistarsmekk er ljóst að ég verð að grípa inn í. Hér eftir mun ég spila reglulega fyrir hana Billy Joel, Dire Straits og Trúbrot, og svo fær hún líka að heyra djass á borð við Stan Getz, Dexter Gordon, Yellow Jackets og Weather Report.
Ég hlakka til að sjá hvort hún muni dilla sér jafn mikið við þá tónlist.
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff er ekki hrifin af þessu bratz veseni á eina 4 ára sem er að sogast inn í þessa vitleysu...
en ég er samt poolari :) ánægð með þig !
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 14:36
Billy Joel? Ertu alveg snar?
Freyr (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:58
Billy Joel er kóngurinn!!
Hallgrímur Indriðason, 14.2.2007 kl. 17:35
Og btw, alltaf gott að sjá góða poolara inni á síðunni :)
Hallgrímur Indriðason, 14.2.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.