Nýja fréttastefið

Nýtt fréttastef Fréttastofu Útvarpsins hefur vakið athygli og fengið mikla umfjöllun. Flestir hafa þó verið heldur neikvæðir. Björn Ingi Hrafnsson hefur til dæmis skrifað opið bréf til Óðins Jónssonar fréttastjóra um að stefinu verði breytt til baka og einhverjir fleiri sem hafa hringt inn á fréttastofu hafa tekið undir það.

Það var alveg viðbúið að þegar skipt var um stef yrðu viðbrögðin blendin, enda fólk búið að venjast saman kvöldfréttastefinu í 25 ár auk þess sem hljóðmerkið á undan stuttu fréttunum hafði verið ansi lengi. Það mun hins vegar aldrei koma í ljós fyrr en eftir nokkrar vikur, jafnvel mánuði, hvernig breytingin tekst til. Þetta fréttastef á eftir að venjast, og þegar menn hafa haft tækifæri til þess þá er rétt að spyrja að því hvernig til hefur tekist.

Það er líka rétt að benda á að einn af megintilganginum með þessu var að allir fréttatímar Útvarpsins hefðu sama auðkennið. Áður var þetta þannig að styttri fréttatímarnir höfðu einhvers konar klukkuspilshljóðmerki, ekkert stef var á undan hádegisfréttunum og stef Atla Heimis var svo á undan kvöldfréttunum. Og fyrst ákveðið var að reyna að hafa sama auðkennið var langbesta leiðin að gera nýtt stef.

Ég get hins vegar sagt fyrir mig persónulega að ég hef ekki vanist þessu nýja stefi almennilega ennþá. En ég ætla að gefa því einhverjar vikur áður en ég dæmi um hvernig til hefur tekist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þessari hörmungarómynd skal ég aldregi venjast!

Hlynur Þór Magnússon, 7.2.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband