Allt á uppleið

Lögin í kvöld voru töluvert betri en vikunni á undan. Svei mér þá ef flest lögin í þessum þætti hefðu ekki komist áfram ef þau hefðu verið í þættinum fyrir viku.

Ég er nokkuð sáttur við valið á þeim þremur lögum sem komust áfram. Þegar lögin höfðu hljómað var ég alveg viss um að þetta væri spurning um hvaða lag færi með lögum Jónsa og Eiríks Haukssonar. Fannst bæði lag Vonar og Friðriks Ómars koma til greina og það fór svo að Friðrik Ómar fór áfram. Rokklagið hefði sennilega náð lengra ef söngvarinn hefði verið kraftmeiri. Fannst vanta töluvert upp á flutning lagsins.

En þetta er í það minnsta töluverð framför frá því sem boðið var upp á í vikunni á undan.

***

Annars var þetta sjónvarpskvöld notað til að hvíla lúin bein eftir afmæli dagsins, en í dag var haldið upp á eins árs afmæli Sifjar. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að heilt ár sé liðið síðan hún fæddist. En tíminn hefur liðið svakalega hratt síðan þá. Sif virtist hin ánægðasta með afmælið en var eins og vanalega mest fyrir hollustuna - gat aðeins borðað einn bita af súkkulaðikökunni en hakkaði hins vegar í sig gerbollurnar.

Ætli ég sé að ala upp eitthvað heilsufrík?


mbl.is Tveir Eurovisionfarar í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við tökum bara áætlaðan laugardagsskemmtun síðar. Ég er allur að koma til en var frekar slappur á laugardaginn.

Jóhann Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Hallgrímur Indriðason

Jamms, ég bíð spenntur. Næsta helgi gengur samt ekki, þá er ég í Liverpool

Hallgrímur Indriðason, 29.1.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 384

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband