Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Stöð 2 saknar mín
Fékk dramatískt bréf frá Stöð 2 inn um lúguna hjá mér í gær og var yfirskriftin: "Við söknum þín!" Ástæðan er sögð sú að ég hafi verið í M12 og einn af bestu viðskiptavinum þeirra. Síðan er mér boðið að fá Stöð 2 og Stöð 2-Bíó til 5. apríl á 6.990 krónur, sem almennt kostar 18.500 krónur. Tilboð sem vissulega er freistandi, en ég ætla ekki að láta freistast.
Síðan segir einnig í bréfinu: "Ef ástæða uppsagnar þinnar á sínum tíma var óánægja, þá þætti okkur vænt um ef þú sæir þér fært að segja okkur hvað það var sem þér fannst ábótavant. Lykillinn að betri þjónustu er að vita hvernig við stöndum okkur."
Eins og kemur fram í þessari færslu á gömlu síðunni minni, þá sendi ég 365 tölvupóst þar sem ég útskýrði óánægju mína. Engin viðbrögð komu frá þeim þá, og því fannst mér þetta ekkert sérstaklega trúverðugt. Þá er ástæðan líka sú að við frúin komumst að því að við horfðum aðeins á tvo þætti á Stöð 2 - 24 og Grey's Anatomy. Það réttlætir hreinlega ekki þessi útgjöld.
Stöð 2 verður því bara að sakna mín áfram - tilfinningin er í það minnsta ekki gagnkvæm.
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.