Snjór

Það er snjóvesen í innkeyrslunni við fjölbýlið sem ég bý í. Fyrir nokkrum dögum skóf í stóran skafl við bílastæðið fyrir framan íbúðina mína og svo harðnaði snjórinn þannig að nú er illfær skafl í stæðinu. Það tókst að koma station-bílnum okkar úr úr stæðinu en minni bíllinn hefur ekki verið hreyfður. Það sem Sif hefur verið veik þessa vikuna og ekkert farið til dagmömmunnar hefur ekkert þurft að hreyfa þennan bíl svo að hann er því látinn vera þar.

Þar sem ekki hefur verið mikið um snjóþyngsli síðustu árin hafa þetta verið nokkur viðbrigði. En í það minnsta hefur bærinn staðið sig ágætlega í að moka snjóinn af götunum, ólíkt því sem var fyrr í vetur.

Heilsufar Sifjar hefur hins vegar haft áhrif á aðlögun hennar hjá dagmömmunni en hún hefur ekki verið hjá henni síðan á föstudaginn var og fer ekki aftur til hennar fyrr en eftir helgi þar sem hún var með hita í dag. Hvaða áhrif þetta hefur á aðlögunina veit ég ekki. En vonandi verða þau engin.

Já, svona er hægt að tengja eina fblöggfærslu úr snjóþyngslum í dagmömmuvist dótturinnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband