Besti tónninn hljóðnaður

Michael Brecker er látinn. Það er mikil eftirsjá í þessum saxafónleikara. Það voru 4-5 saxafónleikarar sem ég hlustaði hvað mest á þegar ég var í námi í FÍH. Michael Brecker var einn þeirra.

Það sem var mest heillandi við hann er þessi fallegi tónn sem hann hafði, og lagði mikið upp úr því að gera sífellt betri. Þetta þétta sánd í tóninum var það sem var heillandi við að hlusta á hann. Ég á reyndar aðeins eina sólóplötu með honum og svo aðra undir nafninu Brecker-brothers, þar sem hann spilar með Randy bróður sínum.

Það var reyndar ekki fyrr en ég fór að hlusta á hann í FÍH sem ég uppgötvaði að Brecker lék á saxafón í laginu Your latest trick með Dire Straits, sem er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum.

Mér finnst Mogginn reyndar gera heldur lítið úr honum með því að minnast ekki á að hann hafi nú gefið út ýmislegt undir eigin nafni en ekki aðeins spilað hjá öðrum. En umfjöllun um erlendan djass á því miður heldur undir högg að sækja í íslenskum fjölmiðlum - það er held í djassþáttum rásar eitt sem hann fær pláss.

Skora hér með á Lönu Kolbrúnu Eddudóttur að gera góðan þátt tileinkaðan Michael Brecker fljótlega.


mbl.is Saxófónleikarinn Michael Brecker látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er tóninn hans Michael þagnaður.  Ég sem sat í gærkvöldi og horfði á DVD upptöku frá Jazz Baltica 2003 med Pat Metheny, Michael Brecker, Chris McBride og Antonio Sanchez.  Mér var þá hugsað til þess hvað þessi hái saxafónleikari hefði hugljúfann tón.

Jazzinn hefur misst einn besta tenórsaxafónleikara sinn, og reyndar ekki bara jazzinn því Michael hefur spilað með svo mörgum sem Jon Mitchell, Frank Zappa, Dire Straits, James Taylor og svo framvegis.

Ég heyrði fyrst i Michael með Frank Zappa fyrir um 30 árum síðan en hef síðan heyrt og séð hann spila með Joni Mitchell, Pat Metheny, Jaco Pastorius, Randy Brecker, Mike Stern, osfrv.

Ég tek undir áskorun til Lönu Eddudóttir að gera þátt um Michael. 

Blessuð sé minning hans,

Friðrik Sigurðsson

Noregi

Fridrik (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband