Færsluflokkur: Sjónvarp
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Fréttastöðvar
Þegar ég var í Noregi datt ég öðru hverju inn á fréttasjónvarpsstöð TV 2 sem hóf útsendingar síðastliðinn vetur. Þar voru mikið til sömu fréttirnar sendar út á klukkustundar fresti eins og er oft til dæmis á Sky.
Þegar ég spurði mágkonu mína og svila út í stöðina sögðust þau eiginlega aldrei horfa á hana. Aðalfréttatíminn væri eftir sem áður á TV 2 sjálfri og það væri það eina sem þau þurftu. Þá sögðu þau líka að það væri alveg á mörkunum að vera með svona stöð í Noregi þar sem þar búa "aðeins" 4,5 milljónir. Mér fannst þetta athyglisverð ummæli þeirra í ljósi tilraunarinnar sem gerð var hér með NFS. Þessi stöð fannst mér þó betur uppbyggð en NFS - þar voru ekki stöðugir umræðuþættir heldur var meiri áhersla lögð á fréttirnar sjálfar - sem mér finnst betri nálgun.
Það verður allavega fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessari fréttastöð TV 2 gengur í Noregi. En þess ber að geta að þar eru samlegðaráhrifin meiri, því eftir því sem þau sögðu mér eru að hluta sömu eigendur af TV 2 í Noregi og TV 2 í Danmörku.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Brúðubíllinn
Í veikindum Sifjar hefur sjónvarpið nokkuð verið notað, en Sif er til þess að gera nýbyrjuð að geta verið kyrr yfir einhverju sjónvarpsefni. En hingað til hefur hún aðeins getað horft á eitt - Brúðubílinn!
Í gegnum ADSL-sjónvarpið hjá Símanum er hægt að horfa frítt á tvo hálftíma þætti með Brúðubílnum. Þetta hefur verið óspart notað þegar Sif er verulega óróleg sem hefur þýtt að ég hef fengið hálftíma til að sinna verkefnum sem ég þarf að sinna utan vinnunnar. Hún fær reyndar aðeins að horfa á einn svona þátt á dag. Við höfum reynt að fá hana til að horfa á ýmislegt annað, meðal annars Skoppu og Skrítlu, en hún hefur ekki haldist yfir því. Tek það samt fram að ég hef ekki prófað Stubbana ennþá.
Eins og ég er þakklátur Brúðubílnum fyrir þessa afþreyingu fyrir dóttur mína, finnst mér þetta efni hrútleiðinlegt. Ég er kominn með setningar á heilann eins og "ég byggi mér hús, ég byggi mér hús, ég byggi mér hús úr stráum," eða söngvum í þá veruna.
Það sem maður leggur á sig fyrir blessuð börnin!!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Stöð 2 saknar mín
Fékk dramatískt bréf frá Stöð 2 inn um lúguna hjá mér í gær og var yfirskriftin: "Við söknum þín!" Ástæðan er sögð sú að ég hafi verið í M12 og einn af bestu viðskiptavinum þeirra. Síðan er mér boðið að fá Stöð 2 og Stöð 2-Bíó til 5. apríl á 6.990 krónur, sem almennt kostar 18.500 krónur. Tilboð sem vissulega er freistandi, en ég ætla ekki að láta freistast.
Síðan segir einnig í bréfinu: "Ef ástæða uppsagnar þinnar á sínum tíma var óánægja, þá þætti okkur vænt um ef þú sæir þér fært að segja okkur hvað það var sem þér fannst ábótavant. Lykillinn að betri þjónustu er að vita hvernig við stöndum okkur."
Eins og kemur fram í þessari færslu á gömlu síðunni minni, þá sendi ég 365 tölvupóst þar sem ég útskýrði óánægju mína. Engin viðbrögð komu frá þeim þá, og því fannst mér þetta ekkert sérstaklega trúverðugt. Þá er ástæðan líka sú að við frúin komumst að því að við horfðum aðeins á tvo þætti á Stöð 2 - 24 og Grey's Anatomy. Það réttlætir hreinlega ekki þessi útgjöld.
Stöð 2 verður því bara að sakna mín áfram - tilfinningin er í það minnsta ekki gagnkvæm.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar