Tap á mistökum

Tap minna manna gegn Arsenal í gær var sorglegt. Það er ferlegt að stjórna leiknum, sækja mun stífar en andstæðingurinn en ná ekki að skapa sér nógu mikið af almennilegum færum. Síðan er þetta allt skemmt með barnalegum mistökum í vörninni.

Í fyrsta markinu var Riise gjörsamlega úti á þekju, fyrst með því að tapa boltanum á miðjunni og síðan með því að missa sjónar á manninum sem hann átti að dekka. Í öðru markinu gerði öll vörnin sig seka um að horfa á Rosicky leika sér með boltann og skjóta og í þriðja markinu gerir Carragher ótrúleg mistök á móti besta framherjanum í enska boltanum. Þetta er mjög ólíkt vörn Liverpool en þessi mistök voru okkur svakalega dýr.

Nú er bara að koma fram hefndum gegn þeim á þriðjudag - þó að ég hefði frekar viljað halda áfram í þessari keppni en deildarbikarnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband