Morgun(ó)gleði

Þessa vikuna hef ég verið á morgunvakt, mætt klukkan sex í vinnuna alla morgna. Hef leyst Lindu Blöndal af í vaktstjórn morgunfrétta og séð um stuttu fréttirnar fram að hádegi. Ég verð í þessu í tæpar þrjár vikur til viðbótar, eða áður en ég fer í frí.

Ég ákvað að slá til og reyna þetta þegar ég var beðinn um það. Fyrsta vikan lofar ekki góðu, en hugsanlegt er að annir við bókaskrifin spili þar eitthvað inn í. Ég næ ekki að fara fyrr að sofa, og finnst það tímasóun að vera að leggja mig einhvern tíma yfir daginn. Þó er ljóst að ég verð að gera annaðhvort þegar ég er á þessum vöktum.

Það hefur svo ekki hjálpað að veðrið er búið að vera ömurlegt þessa viku. Maður sá það sem kost að geta notið betur sumarsins en ella - en það hefur ekki gengið þessa vikuna.

Ég held það þó alveg út að gera þetta í þessar fjórar vikur og það er mjög gaman að vera í eins konar vaktstjórn. En ég held að ég gæti ekki gert þetta allan ársins hring. Til þess hef ég of gaman að því að vaka á kvöldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veðrið er nú búið að vera þokkalegt þessa vikuna

Jói (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Hallgrímur Indriðason

Jú, sem betur fer eru vikurnar misjafnar.

Hvernig ætli næsta vika verði?

Hallgrímur Indriðason, 13.6.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband