Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Venjulegt líf á ný
Lífið er kominn í fastar skorður á ný. Við lentum rúmlega hálf sex á þriðjudagsmorguninn í Keflavík og nú tæplega þremur dögum síðar eru við búin að taka upp úr töskunum, byrja að vinna og jafna okkur á tímamismuninum. Allt því orðið eins og áður.
Flugleiðir fá reyndar ekkert sérstaka einkunn fyrir að skipta um flugvöll frá því síðast, þannig að í stað þess að lenda á alþjóðaflugvellinum í Orlando, sem er hinn glæsilegasti, er nú lent í Sanford, sem er í um klukkutíma akstri frá Orlando og þar að auki á afskaplega óspennandi og leiðinlegum flugvelli.
Þá fær roskna konan sem sat í sætaröðinni fyrir aftan okkur heldur ekki háa einkunn. Líf ætlaði að halla sæti sínu aftur til að reyna að sofa en uppskar það aðeins að konan ýtti sætinu alltaf til baka og gaf okkur nístandi augnaráð. Ég veit ósköp vel að maður er nánast eins og í sardínudós í þessum flugvélum en mér finnst þetta samt dónaskapur. Ég ákvað því að skipta um sæti við Líf þar sem maðurinn í mínu sæti var öllu góðhjartaðri og því náði Líf, og reyndar líka Sif og Rósa, að sofa í 3-4 tíma í vélinni. Ég svaf hins vegar nánast ekki neitt.
Það eru hins vegar annasamir tímar framundan hjá mér. Í vinnunni snýst mikið um kosningarnar og fyrir utan það er ég að skrifa bók sem ég þarf að skila textann af fyrir mánaðamótin maí-júní. En þannig vill maður líka hafa það.
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
- Skortur á miðvörðum sem geta komist í landsliðsklassa
- Einn sá vinsælasti hættir á samfélagsmiðlum
- Toppliðin tvö á beinu brautina
- Tilhugsunin um yngri þjálfara hljómar spennandi
- Starf Spánverjans hangir á bláþræði
- Fjölnir og ÍR víxluðu á þjálfurum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.