Vandasamt mál

Já, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að fjalla um hitamál. Og það er eiginlega kominn það mikill hiti í þetta mál að það er alveg sama hvernig maður fjallar um það, það verða alltaf einhverjar óánægjuraddir.

Inn á fréttastofuna hafa borist óánægjupóstar eða símtöl frá öllum þeim sem taka þátt í þessari kosningabaráttu. Það er við því að búast í svona hitamálum.

Á nokkrum bloggsíðum sem ég hef lesið - og reyndar á vef Hags Hafnarfjarðar líka - hef ég hins vegar lesið það viðhorf að Sól í Straumi komist full auðveldlega í fjölmiðlana með sínar skoðanir, sama hvað þeir hafa að segja.

Ég hef gert ansi margar fréttir um þessa kosningabaráttu og get eiginlega ekki setið undir því að ég sé að gera öðrum aðilanum hærra undir höfði en hinum. Það er hins vegar alltaf matsatriði hvað af þeim fjöldamörgu yfirlýsingum sem koma frá öllum aðilum er rétt að setja í fréttir. Og maður stendur og fellur með því mati. Og ég tel mig allavega ekki vera fallinn ennþá.

Vil þó koma með ábendingu vegna yfirlýsingar Hags Hafnarfjarðar um að fréttamenn sem skrifað hafa undir sáttmála framtíðarlands séu að hafa áhrif á fréttaflutning. Hafa þessir fréttamenn verið að fjalla um stækkun álversins?

En þessi kosning verður svakalega spennandi. Og það er gaman að geta tekið þátt í henni...í það minnsta ætti maður með allri þessar umfjöllun að geta tekið nokkuð vel ígrundaða afstöðu.


mbl.is Stefnir í tvísýnar álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband