Föstudagur, 9. mars 2007
Hver stund nýtt
Fór í Sorpu í Garðabæ í gær með flöskur og dósir. Þar var við vinnu útlendingur sem talaði með hreim sem virtist vera frá gömlu austantjaldslöndunum, þannig að ekki er ólíklegt að hann hafi verið Pólverji.
En greinilegt var að hann vildi nýta þetta tækifæri til að æfa sig í íslensku. Þegar skilað er inn flöskum er peningurinn lagður inn á reikninginn með debet-korti. Og þegar hann tók við debetkortinu reyndi hann að lesa nafnið sem á því stóð.
Honum tókst bærilega upp með nafnið mitt, sem hefur löngum verið mikill tungubrjótur erlendis.
Þetta kallar maður að nýta tímann!
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.