Þriðjudagur, 6. mars 2007
Saving Iceland gagnrýnir RÚV
Ég rak augun í litla klausu í DV á föstudaginn þar sem Saving Iceland gagnrýna fréttaflutning RÚV frá 21. febrúar um skemmdarverk Earth Liberation Front (ELF) á vinnuvélum í Hafnarfirði, sem hópurinn hélt að væru að vinna að stækkun álversins í Straumsvík.
Fréttatilkynningin er birt á ensku á vef Saving Iceland. Reyndar er hún endursögð á íslensku annars staðar en þar er stytt útgáfa af henni og því vitna ég hér í ensku tilkynninguna.
Þar segir meðal annars:
"We understand that the report has already been transmitted in various versions on RUV radio. In the 8 o'clock news it is stated directly that the ELF are responsible for the website www.savingiceland.org. Quoting RUV: "... The group [ELF] maintain a website devoted to the struggle against heavy industry in Iceland."
Anyone who has done the slightest amount of research would find that the ELF maintain their own website www.earthliberationfront.com. As far as we are aware the ELF are US based and have never before been concerned with environmental issues in Iceland. Clearly RUV did not bother to find out about this until just before the 12.20pm news. But this did not prompt the RUV news department to correct their earlier inaccuracies regarding the Saving Iceland website."
Hér kemur semsagt fram að í fréttinni kl. 8 hafi komið fram að ELF beri ábyrgð á vefsíðunni Savingiceland.org.
En hvernig hljómar svo fréttin? Þetta kemur fram í fréttinni kl. 8 um síðuna sem slíka.
"Á vefsíðunni Savingiceland.org birtist fyrir skömmu tilkynning um það að Frelsisfylking jarðarinnar eða Earth Liberation Front hefði látið til skarar skríða í fyrsta skipti á Íslandi í upphafi þessa árs. Fylkingin hefur framið fjölda skemmdarverka í nafni umhverfisverndar víða um heim undanfarinn áratug. Vefsíðan er fyrst og fremst helguð baráttu gegn stóriðju og virkjunum á Íslandi."
Semsagt: Fylkingin fremur skemmdarverk, vefsíðan er helguð baráttu gegn stóriðju og virkjunum á Íslandi. Hvort tveggja satt og rétt. Og tilkynningin birtist sannarlega á vefsíðunni. Hér stendur ekkert um að ELF beri ábyrgð á vefsíðunni Savingiceland.org. Það er einfaldlega rangt.
Í tilkynningunni er hins vegar réttilega bent á að uppruni fréttarinnar af skemmdarverkunum er annars staðar frá, eða af heimasíðu EFL. Að því komst ég þegar ég tók við málinu og vann frétt um það fyrir hádegisfréttirnar þennan dag. Það má vel vera að það hefði mátt fylgja fréttinni kl. 8 að fréttina hafi upphaflega birst þar en engu að síður er ekkert rangt við þá frétt eins og Saving Iceland vill halda fram.
Síðan segir síðar í tilkynningunni:
"In the lunch time news at 12.20pm Olafur Pall Sigurdsson is mentioned as the "spokesman of Saving Iceland". It is true that OPS is one of the founders of SI and was one of the spokespersons for the protest camp in the summer of 2005. Since then many other people have spoken on behalf of SI in accordance with our policy of rotating that particular function. Never during the protests in the summer of 2006 did OPS speak on behalf of Saving Iceland and he has not been advertised since as freely available to comment on any issue regarding SI. To single one individual out and mention his name in association with this news without his consent is questionable and smacks of highly irresponsible attempts at scapegoating, hardly worthy of a National Broadcast Service."
Semsagt, ég er að gera Ólaf Pál að blóraböggli með því að minnast á hann í fréttinni. Þetta er auðvitað algjör fjarstaða. Við vinnslu fréttarinnar reyndi ég að ná í Ólaf, eins og kom fram í fréttinni. Mér var bent á hann sem talsmann samtakanna af manneskju sem hefur starfað fyrir þau. Ég margreyndi að ná í hann og lagði inn skilaboð á talhólfið hans. Ég notaði símann, vegna þess að yfirleitt er maður fljótari að ná í fólk á þann hátt en með tölvupósti. Meira get ég ekki gert. Það er venja að það er skráður einhvern kontakt-aðili á heimasíður svona samtaka, en ekkert slíkt var að finna á vef Saving Iceland.
Ég benti á í færslu hér á þessari síðu fyrir nokkrum vikum að fólk á það til að lesa í fréttaflutning fjölmiðla og fá úr því eitthvað sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Saving Iceland tiltekur meðal annars að fyrst RÚV ákveður að taka málið upp fyrst þarna þó að fréttin hafi verið á vef samtakanna í fjórar vikur, þá hljóti RÚV að vera að reyna að hafa áhrif á þá sem munu kjósa um stækkun álversins í Straumsvík! Mönnum dettur náttúrulega ekki í hug að ástæðan geti verið sú að við höfum ekki komist á snoðir um fréttina fyrr en þá, sem er auðvitað rökréttasta skýringin.
Þá kemur einnig fram að RÚV hafi aldrei skrifað samtökunum til að leita skýringa. Ég bendi á móti á að Ólafur Páll hefur enn ekki svarað skilaboðum frá mér.
Krafist er afsökunarbeiðni og leiðréttingar. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið spyr ég: Hvað á að leiðrétta?
Ég tek það fram að þessi færsla er skrifuð á mína ábyrgð, en ekki í nafni Fréttastofu Útvarpsins.
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.