Endalaus veikindi

Nú er Sif búin að vera veik í ellefu daga. Í gær vorum við komin á þá skoðuna að þetta væri fullmikið. Ég var reyndar að vinna alla helgina þannig að Rósa fór með Sif á læknavaktina í gær. Þar var ákveðið að setja hana á sýklalyf (fjórða sinn sem hún fer á slík lyf) þar sem hún gat greinilega ekki unnið á sýkingunni sjálf. Næsta skref er svo að panta tíma hjá háls,- nef- og eyrnalækni sem vonandi finnur einhverja varanlega lausn á þessu. Hóstinn hefur aukist hjá Sif um helgina en hitinn virðist hins vegar vera að minnka.

Það eru óneitanlega viðbrigði að eiga barn sem er svona mikið veikt því að Líf veiktist nánast aldrei og var algjört draumabarn að þessu leyti (og var reyndar líka miklu rólegra barn en Sif, en það er annað mál). Þetta hefur verið töluvert púsl, en vaktavinnan mín hefur reyndar hjálpað til þar sem Rósa hefur síður þurft að missa úr vinnu og svo hef ég líka getað verið heima aðeins fram eftir morgni þegar ég á að vera á vakt.

Þetta eru semsagt búnir að vera erfiðir dagar upp á síðkastið. En svo þegar maður fer inn á bloggsíður á borð við þessa og þessa þá skammast maður sín fyrir að kvarta yfir svona smámunum þegar fullt af fólki er í mun verri stöðu en maður sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband