Brúðubíllinn

Í veikindum Sifjar hefur sjónvarpið nokkuð verið notað, en Sif er til þess að gera nýbyrjuð að geta verið kyrr yfir einhverju sjónvarpsefni. En hingað til hefur hún aðeins getað horft á eitt - Brúðubílinn!

Í gegnum ADSL-sjónvarpið hjá Símanum er hægt að horfa frítt á tvo hálftíma þætti með Brúðubílnum. Þetta hefur verið óspart notað þegar Sif er verulega óróleg sem hefur þýtt að ég hef fengið hálftíma til að sinna verkefnum sem ég þarf að sinna utan vinnunnar. Hún fær reyndar aðeins að horfa á einn svona þátt á dag. Við höfum reynt að fá hana til að horfa á ýmislegt annað, meðal annars Skoppu og Skrítlu, en hún hefur ekki haldist yfir því. Tek það samt fram að ég hef ekki prófað Stubbana ennþá.

Eins og ég er þakklátur Brúðubílnum fyrir þessa afþreyingu fyrir dóttur mína, finnst mér þetta efni hrútleiðinlegt. Ég er kominn með setningar á heilann eins og "ég byggi mér hús, ég byggi mér hús, ég byggi mér hús úr stráum," eða söngvum í þá veruna.

Það sem maður leggur á sig fyrir blessuð börnin!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband