Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Kominn frá Liverpool
Fyrir utan úrslitin í leik Liverpool og Everton var ferðin til Liverpool hin skemmtilegasta. Fyrirfram höfðu menn áhyggjur af að þetta yrði mikil djammferð, enda nánast eingöngu karlmenn í ferðinni. En ekkert vesen var á mönnum og það mæddi mun minna á mér sem fararstjóra í þessari ferð heldur en ferðinni á Tottenham-leikinn í haust, þar sem ýmislegt kom upp.
Ég kom heim á mánudagskvöldið en hafði fyrr um daginn frétt að líklega yrði tilkynnt um kaup Gillette á félaginu daginn eftir. Ég skynjaði mismunandi skoðanir á þessu. Samanburðurinn á þessu og kaupum Malcolms Glazier á Man. Utd. er þó ekki alveg réttmætur þar sem Glazier skuldsetti klúbbinn, ólíkt því sem Gilette er að gera. En það sem er óljóst er hversu mikil hollustan verður við félagið hjá þessum nýju eigendum. Eiga þeir hugsanlega eftir að selja félagið eftir nokkur ár bara til að græða á því? Ég vona ekki. Og vonandi verða líka til nægir fjármunir til að kaupa stór nöfn í boltanum.
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.