Sérvalin veikindi

Nú er Sif aftur komin á sýklalyf - í þriðja skiptið alls. Hún hafði verið með ljótan hósta í nótt og eftir hádegið hringdi dagmamman og tilkynnti að barnið væri komið með hita. Það reyndist rétt - hún er með ríflega 38 stiga hita. Rósa fór með hana til læknis og þar kom í ljós að kvefið var komið í annað lungað og því var hún sett beint á sýklalyf.

Þetta er í fjórða sinn sem ég man eftir Sif það veikri að við höfum þurft að halda henni inni. Í tvö skipti var ég í fæðingarorlofi (nóvember og janúar). Sem var í raun besta mál, því þá gat ég tekið fullan þátt í að sinna henni í veikindunum.

Í hin tvö skiptin hef ég hins vegar verið í Liverpool. Sif var nefnilega veik í september þegar ég fór á leikinn gegn Tottenham. Og nú tekur hún upp á því að veikjast daginn áður en ég fer til Liverpool að sjá leikinn gegn Everton. Það er öllu verra og það er slæm tilfinning að þurfa að skilja Rósu eftir eina til að annast Sif í þessum veikindum.

Ég vona bara að hún verði fljót að jafna sig og geti jafnvel farið til dagmömmunnar á mánudaginn. En það er hins vegar best að gera sér ekki of miklar vonir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband