Sigurjón og Baugsmálið

Sigurjón M. Egilsson skrifar athyglisverða færslu á heimasíðu sína um umfjöllun um Baugsmálið. Megininntakið í færslunni er að ef Baugur ætti ekki fjölmiðla fjölluðu þeir mun meira og á beittari hátt um Baugsmálið. Reyndar telur Sigurjón það með ólíkindum að ekki sé meira fjallað um þetta mál.

Það með að eignarhaldið hafi áhrif á umfjöllun er afstaða sem er ekki ný af nálinni. En það er athyglisvert að þetta komi frá Sigurjóni, sem var lengi fréttastjóri Fréttablaðsins sem er að stórum hluta í eigu Baugs og tengdra fyrirtækja. Ef maður les milli línanna má draga þá ályktun að Sigurjón hefði staðið fyrir beittari umfjöllun í Fréttablaðinu um Baugsmálið, ef Fréttablaðið hefði ekki verið í eigu Baugs.

Ég hef hins vegar ekki heyrt áður þá afstöðu að of lítið hafi verið fjallað um Baugsmálið. Þvert á móti hefur maður frekar heyrt að fólk hafi fengið upp í kok á þessu máli. Að vísu er könnun Fjölmiðlavaktarinnar um að Baugsmálið hafi verið stærsta fréttamálið að mati Íslendinga kannski ekki alveg í samræmi við það.

Ég vil ekki fullyrða hvort eignarhald hafi haft áhrif á umfjöllun einstakra fjölmiðla um þetta mál. En ætli Sigurjón ætli að standa fyrir beittari umfjöllun um málið í DV?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband