Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Sigurjón og Baugsmálið
Sigurjón M. Egilsson skrifar athyglisverða færslu á heimasíðu sína um umfjöllun um Baugsmálið. Megininntakið í færslunni er að ef Baugur ætti ekki fjölmiðla fjölluðu þeir mun meira og á beittari hátt um Baugsmálið. Reyndar telur Sigurjón það með ólíkindum að ekki sé meira fjallað um þetta mál.
Það með að eignarhaldið hafi áhrif á umfjöllun er afstaða sem er ekki ný af nálinni. En það er athyglisvert að þetta komi frá Sigurjóni, sem var lengi fréttastjóri Fréttablaðsins sem er að stórum hluta í eigu Baugs og tengdra fyrirtækja. Ef maður les milli línanna má draga þá ályktun að Sigurjón hefði staðið fyrir beittari umfjöllun í Fréttablaðinu um Baugsmálið, ef Fréttablaðið hefði ekki verið í eigu Baugs.
Ég hef hins vegar ekki heyrt áður þá afstöðu að of lítið hafi verið fjallað um Baugsmálið. Þvert á móti hefur maður frekar heyrt að fólk hafi fengið upp í kok á þessu máli. Að vísu er könnun Fjölmiðlavaktarinnar um að Baugsmálið hafi verið stærsta fréttamálið að mati Íslendinga kannski ekki alveg í samræmi við það.
Ég vil ekki fullyrða hvort eignarhald hafi haft áhrif á umfjöllun einstakra fjölmiðla um þetta mál. En ætli Sigurjón ætli að standa fyrir beittari umfjöllun um málið í DV?
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.