Sunnudagur, 21. janúar 2007
Handbolti, júróvísjón og veikindi
Mikið svakalega var svekkjandi að horfa upp á þennan leik í gær. Það var talað um að ef Úkraínumenn lentu í mótlæti myndu þeir brotna. En það var einmitt það sem kom fyrir Íslendingana. Eftir að Úkraínumenn náðu 4-5 marka forskoti var eins og algjört vonleysi gripi um sig. Enginn karakter í liðinu. Það er ekki gott. Þetta stefnir semsagt í algjört vonbrigðamót.
***
Eurovision-lögin í gær voru flestöll afar slöpp. Ég vil hreinlega ekki trúa því að eitthvað hafi ekki fundist nothæft annað í þeim lögum sem send voru inn. Úrslitin voru svosem réttlætanleg, en ég hefði þó kannski heldur viljað lag Hreims fara áfram í staðinn fyrir lagið sem Sigurjón Brink söng. Ef það hefði gert þá hefðu einu lögin sem höfðu einhver viðlög sem varið var í komist áfram.
Vonandi verður boðið upp á eitthvað skárra um næstu helgi.
***
Sif er búin að vera með hita alla vikuna en er að losa hann úr sér núna og fer til dagmömmunnar á morgun. Þar heldur aðlögunin áfram.
En nú er Rósa lögst í flensu. Er afar slöpp og hefur legið fyrir í allan dag, eða raunar meira og minna síðan í gærkvöldi þegar henni sló niður. Til öryggis er ég búinn að taka eitt viskíglas til að tryggja að ég fái ekki þessa flensu frá henni.
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.