Handbolti, júróvísjón og veikindi

Mikið svakalega var svekkjandi að horfa upp á þennan leik í gær. Það var talað um að ef Úkraínumenn lentu í mótlæti myndu þeir brotna. En það var einmitt það sem kom fyrir Íslendingana. Eftir að Úkraínumenn náðu 4-5 marka forskoti var eins og algjört vonleysi gripi um sig. Enginn karakter í liðinu. Það er ekki gott. Þetta stefnir semsagt í algjört vonbrigðamót.

***

Eurovision-lögin í gær voru flestöll afar slöpp. Ég vil hreinlega ekki trúa því að eitthvað hafi ekki fundist nothæft annað í þeim lögum sem send voru inn. Úrslitin voru svosem réttlætanleg, en ég hefði þó kannski heldur viljað lag Hreims fara áfram í staðinn fyrir lagið sem Sigurjón Brink söng. Ef það hefði gert þá hefðu einu lögin sem höfðu einhver viðlög sem varið var í komist áfram.

Vonandi verður boðið upp á eitthvað skárra um næstu helgi.

***

Sif er búin að vera með hita alla vikuna en er að losa hann úr sér núna og fer til dagmömmunnar á morgun. Þar heldur aðlögunin áfram.

En nú er Rósa lögst í flensu. Er afar slöpp og hefur legið fyrir í allan dag, eða raunar meira og minna síðan í gærkvöldi þegar henni sló niður. Til öryggis er ég búinn að taka eitt viskíglas til að tryggja að ég fái ekki þessa flensu frá henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband