Laugardagur, 13. janúar 2007
Ófærð
Nú er snjór yfir öllu og það á víst að halda áfram að snjóa í einhverja daga í viðbót. Og öllum bregður alveg svakalega við að það sé kominn vetur á Íslandi.
Þetta virtist meðal annars hafa komið fyrir snjómokstursmenn í Hafnarfirði, eða þá sem þeim stjórna.
Í nóvember munaði engu að við kæmumst ekki í fjölskyldumyndatöku sem við höfðum pantað í maí, vegna þess að við komumst ekki úr götunni okkar vegna snjóþyngsla. Þá kom það í ljós að snjómokstursmennirnir höfðu látið duga að moka strætóleiðir en látið aðrar götur, að minnsta kosti í mínu nágrenni, eiga sig. Þetta bjargaðist reyndar, þökk sé Daníel mági mínum sem á jeppa og gat sótt okkur.
Þegar mikil ofankoma varð svo í þessari vikur var hins vegar búið að moka göturnar þegar ég lagði af stað með Sif til dagmömmunnar. Hvort að það hafi eitthvað með það að gera að það var vikur dagur í þessari viku en sunnudagur í fyrra tilvikinu veit ég ekki. En allavega voru viðbrögðin mun meira í takt við það sem til var ætlast í seinna tilvikinu.
Hvað ætli þessi snjór endist lengi?
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.