Færsluflokkur: Enski boltinn

Stórleikur

Já, er ekki vert að minna á stórleik Liverpool og Arsenal í deildarbikarnum á morgun?

Mér fannst reyndar pínu fyndið að sjá þegar sýnt var úr bikarúrslitaleikjunum í kynningartrailernum á Sýn. Hjá Liverpool var sýnt markið hans Gerrard og þegar hann klappaði á eigið bak. Hjá Arsenal - vítaspyrnur!!!

Eins og menn muna var sigur Arsenal í bikarnum sá ósanngjarnasti í sögu keppninnar. United lá í sókn allan tímann en gat ekki skorað, og Arsenal tók þetta í vítakeppni. Þrátt fyrir það heyrir maður Arsenal-menn ennþá væla yfir tapinu fyrir Liverpool í bikarúrslitaleiknum 2001. Það var leikur þar sem Arsenal var klárlega betri aðilinn en nýtti ekki færin og Liverpool hirti bikarinn. En Liverpool náði þó að skora tvö mörk í venjulegum leiktíma - nokkuð sem Arsenal gat ekki gert í 120 mínútur 2005.

En allavega - ég býst við spennandi leik á morgun. Megi betra liðið vinna.


mbl.is Bikarvörn Liverpool hefst gegn Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband