Færsluflokkur: Ferðalög
Laugardagur, 7. apríl 2007
Blogg frá Flórída
Við fjölskyldan höfum notið sólarinnar í Orlando í Flórída frá því á mánudag (fórum reyndar á sunnudag en vorum ekki komin á hótelið fyrr en hálf fimm um nóttina að íslenskum tíma). Búið að fara í Universal Studios og Wet'n'Wild vatnsrennibrautargarðinn og sjá Dolly Parton sýninguna Dixie Stampade. Allt þetta hefur verið hin besta skemmtun.
Sif reyndar tók upp á því að fá hita rétt eina ferðina en losnaði við hann á þremur dögum hér í sólinni og hefur verið hin sáttasta síðan. Líf hefur verið ánægð með garðana og við höfum fengið mikla sól.
Ég sagði það í bloggi fyrir tveimur árum, þegar við komum hingað síðast, að ég væri virkilega hrifinn af því að geta komist í smá sól svona rétt áður en sumarið byrjar. Ég styrktist enn meira í skoðun minni nú. Þetta er bara algjör snilld, og að geta verið í 25-30 stiga hita í apríl eru bara forréttindi.
En það er einn galli við þetta fyrir fréttafíkil eins og mig - maður getur ekki sífellt verið með fréttirnar í eyrunum!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Útkall vegna vatnsleka
- Byssumaðurinn: Versti dagur í mínu lífi
- Fjölbreytt og frumleg aprílgöbb í ár
- Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði
- Segir ákall um breytingar: Ég er klár í verkefnið
- Meint vanhæfi á borð innviðaráðuneytisins
- Áhöfn Varðar II kölluð út í tvígang
- Mun halda áfram að þjónusta Grindvíkinga
- Ný 360 gráða yfirlitsmynd sýnir gosið
- Talsverð tíðindi í könnun Gallup í Reykjavík