Færsluflokkur: Dægurmál
Föstudagur, 9. mars 2007
Hver stund nýtt
Fór í Sorpu í Garðabæ í gær með flöskur og dósir. Þar var við vinnu útlendingur sem talaði með hreim sem virtist vera frá gömlu austantjaldslöndunum, þannig að ekki er ólíklegt að hann hafi verið Pólverji.
En greinilegt var að hann vildi nýta þetta tækifæri til að æfa sig í íslensku. Þegar skilað er inn flöskum er peningurinn lagður inn á reikninginn með debet-korti. Og þegar hann tók við debetkortinu reyndi hann að lesa nafnið sem á því stóð.
Honum tókst bærilega upp með nafnið mitt, sem hefur löngum verið mikill tungubrjótur erlendis.
Þetta kallar maður að nýta tímann!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Fjölmiðlafjöld
Nú er komið svo mikið af dagblöðum og tímaritum að maður er í standandi vandræðum með að komast yfir þetta allt. Svo eru blöðin líka að breytast svo mikið að maður nær varla utan um þetta.
Þó get ég sagt að mér finnst Króníkan hafa unnið á. Ég var ekkert sérstaklega sáttur við fyrsta blaðið, fannst það heldur óspennandi. En hin tvö blöðin hafa verið meira spennandi, í það minnsta hefur verið meira í þeim sem ég hef haft áhuga á að lesa.
Þá er DV orðið að dagblaði, en maður verður lítið var við það því það er ekki hægt að fá það í áskrift, blaðið berst ekki á fréttastofuna og ég hef ekki einu sinni séð það selt. Helgarblaðið fæ ég hins vegar heim og það er oft margt gott í því. Ég deili ekki þeim áhyggjum manna að búið sé að eyðileggja nafnið DV fyrir lífstíð og tengja það við sorpblaðamennsku. En ef enginn sér blaðið verður varla mikið úr því.
Svo eru það öll þessi tímarit - Vikan, Mannlíf, Ísafold og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég hef miklar efasemdir um að markaður sé fyrir þetta allt saman, enda hefur rekstur þessara blaða gengið upp og ofan í gegnum tíðina.
En nú er spurningin: mun eitthvað láta undan? Mun eitthvað af þessum blöðum leggja upp laupana? Eða er markaðurinn fyrir lesendur og auglýsendur það stór að þetta getur allt saman lifað af?
Ég ætla ekki að vera með einhverja stóra spádóma enda hafa þeir yfirleitt aldrei ræst hjá mér. En ég hef samt á tilfinningunni að eitthvað eigi á endanum eftir að láta undan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk
Pólitíkusar
Vinir
Liverpool FC
Síður tengdar Liverpool
Fjölmiðlamenn
Bloggarar í fjölmiðlabransanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar