Konur og RÚV

Loksins ţegar ég sest viđ bloggiđ er tilefniđ skrítin frétt í DV í dag um ađ konur tolli ekki á RÚV. Ţá kemur fram gagnrýni í greininni um ađ stjórnendur vilji ekki konur í starfi sem eru jafngóđar eđa betri en ţeir sjálfir.

Fyrst eru taldar upp ţrjár konur sem hafa sagt starfi sínu lausu eđa eru á leiđ frá stofnuninni - Ólöf Rún Skúladóttir, Anna Kristín Jónsdóttir og Hjördís Finnbogadóttir. Ţađ er rétt ađ Ólöf Rún hefur sagt upp fastri stöđu sinni á fréttastofunni. Anna Kristín og Hjördís hafa hins vegar ekki unniđ á fréttastofunni um nokkuđ langt skeiđ (eins og reyndar kemur óljóst fram í greininni) en hafa séđ saman um ţáttinn Vikulokin. Ţćr eru í raun núna eins og hverjir ađrir verktakar, ţannig ađ ég er ekki alveg ađ skilja af hverju ţćr eru í ţessari upptalningu. Björg Eva virđist einhverra hluta vegna samt stađfesta ţetta og segir í greininni: "Útvarpiđ má illa viđ ţví ađ ţrjár fréttakonur hćtti nú störfum." Ţađ eru ekki ţrjár fréttakonur ađ hćtta - ađeins ein.

Síđan eru taldar upp nokkrar konur sem hćtt hafa störfum. Eina ţeirra ţekki ég reyndar ekki, Guđrúnu Eyjólfsdóttur. Björg Eva Erlendsdóttir hćtti vegna ósćttis. En hvađ varđar hinar konurnar sem eru taldar upp ţá varđ Valgerđur Jóhannsdóttir varafréttastjóri Sjónvarpsins og Ţórdís Arnljótsdóttir fréttamađur á Sjónvarpinu (semsagt, starfa ennţá á stofnuninni). Sigríđur Árnadóttir og Ţóra Kristín Ásgeirsdóttir fóru til Stöđvar 2 og Sigrún Björnsdóttir til Háskóla Íslands. Ég hef ekki heyrt um neitt ósćtti viđ sína vinnuveitendur hjá ţessu fólki.

Í greininni er jafnframt talađ viđ Önnu Kristínu og Hjördísi, sem lýsa yfir miklum áhyggjum međ hvađ konum sé ađ fćkka og Anna Kristín gefur ţađ meira ađ segja í skyn ađ stjórnendur hafi engan áhuga á ađ hafa konur á miđjum aldri í vinnu. Ţćr virđast hins vegar ekki hafa veriđ spurđar ađ ţví sjálfar af hverju ţćr hćttu störfum. Ţćr hljóta ađ geta ályktađ út frá eigin starfslokum af hverju ţćr telja ađ ástandiđ sé svona.

Og ef stjórnendur eru svona mikiđ á móti konum á miđjum aldri, af hverju var ţá Guđrún Frímannsdóttir ráđin til starfa á útvarpinu í vor? Og af hverju var Bergljót Baldursdóttir gerđ ađ varafréttastjóra?

Síđan er látiđ eins og engir karlmenn hafi hćtt störfum á fréttastofunni á síđustu tíu árum. En ţar er nóg ađ nefna fólk á borđ viđ Jón Baldvin Halldórsson, Kára Jónasson, Jóhann Hauksson, Ara Sigvaldason, Ólaf Teit Guđnason, Jóhannes Bjarna Guđmundsson, Kristján Kristjánsson, Svavar Halldórsson og Guđjón Helgason. Og sjálfsagt er ég ađ gleyma einhverjum. Ţetta fólk er kannski ekki nógu gamalt (fyrir utan Jón Baldvin, Kára og Jóhann) til ađ komast í umfjöllunina hjá DV.

Síđan hafa margar hćfar konur veriđ ráđnar á fréttastofuna upp á síđkastiđ, eins og fyrrnefnd Guđrún, Kristín Sigurđardóttir og Áslaug Skúladóttir, svo einhverjar séu nefndar. Og ég veit ađ núverandi fréttastjóri hefur lagt áherslu á ađ fjölga konum á fréttastofunni.

Ţađ sem gerir ţessa grein svo endanlega ţannig ađ ekki er hćgt ađ taka hana trúanlega er ađ í undirfyrirsögninni stendur. "Stjórnendur hennar [ţ.e. Fréttastofu Útvarpsins] eru gagnrýndir fyrir ađ vilja ekki hafa konur í starfi sem eru jafngóđar eđa betri en ţeir sjálfir." Í greininni er hins vegar haft eftir Hjördísi Finnbogadóttur: "Konur fá síđur framgang í starfi innan stofnunarinnar, sem á reyndar viđ í fjölmiđlum almennt, og oft virđist ţađ vera tilhneiging hjá karkynsstjórnendum ađ vilja ekki vera međ konur sem eru faglega jafngóđar eđa betri en ţeir." (leturbreyting er mín). Semsagt, Hjördís segir ţetta eiga viđ almennt í fjölmiđlum, ekki bara um Ríkisútvarpiđ.

Ég held reyndar ađ ţetta sem Hjördís bendir á sé lykilatriđi. Ef konur fá ekki sömu möguleika á framgangi í starfi og karlar ţarf ađ taka á ţví. En ađ fara ađ taka RÚV sérstaklega fyrir í ţessu samhengi er fáránlegt, einkum í ljósi ţess ađ núverandi fréttastjóri hefur lagt sérstaka áherslu á ađ fjölga konum á fréttastofunni. 

Ţá má kannski benda á ađ hjá Stöđ 2 hafa fjölmargar konur hćtt á síđustu árum, t.d. Elín Hirst, Ólöf Rún Skúladóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Rósa Guđbjartsdóttir, Ţóra Arnórsdóttir, Sigríđur Árnadóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Telma Tómasson, Eva Bergţóra Guđbergsdóttir, Helga Guđrún Johnson og ţannig gćti ég haldiđ lengi áfram. Ćtli DV eigi eftir ađ slá ţví upp á forsíđunni á morgun?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiđla- og íţróttafíkill.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 375

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband