Færsluflokkur: Ferðalög

Blogg frá Flórída

Við fjölskyldan höfum notið sólarinnar í Orlando í Flórída frá því á mánudag (fórum reyndar á sunnudag en vorum ekki komin á hótelið fyrr en hálf fimm um nóttina að íslenskum tíma). Búið að fara í Universal Studios og Wet'n'Wild vatnsrennibrautargarðinn og sjá Dolly Parton sýninguna Dixie Stampade. Allt þetta hefur verið hin besta skemmtun.

Sif reyndar tók upp á því að fá hita rétt eina ferðina en losnaði við hann á þremur dögum hér í sólinni og hefur verið hin sáttasta síðan. Líf hefur verið ánægð með garðana og við höfum fengið mikla sól.

Ég sagði það í bloggi fyrir tveimur árum, þegar við komum hingað síðast, að ég væri virkilega hrifinn af því að geta komist í smá sól svona rétt áður en sumarið byrjar. Ég styrktist enn meira í skoðun minni nú. Þetta er bara algjör snilld, og að geta verið í 25-30 stiga hita í apríl eru bara forréttindi.

En það er einn galli við þetta fyrir fréttafíkil eins og mig - maður getur ekki sífellt verið með fréttirnar í eyrunum!


Höfundur

Hallgrímur Indriðason
Hallgrímur Indriðason
Fjölmiðla- og íþróttafíkill.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 375

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband